Popúlismi í aðdraganda kosninga

Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokks.
Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokks. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég held að þetta sé nú bara ein­hver po­púl­ismi í aðdrag­anda kosn­inga. Það hef­ur margít­rekað verið kosið um það inni á Alþingi hvort það eigi að end­ur­skoða þessa um­sókn og all­ir þess­ir ráðherr­ar og þing­menn vinstri grænna sem segj­ast núna vilja skoða mál­in hafa hafnað þeim til­lög­um. Þannig að ég upp­lifi þetta bara sem inn­an­tómt orðagjálf­ur.“

Þetta seg­ir Hösk­uld­ur Þór­halls­son, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, en eins og fjallað hef­ur verið um á mbl.is er meiri­hluti þing­flokks Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs hlynnt­ur því að um­sókn­in um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið verði tek­in til end­ur­skoðunar og þar á meðal vara­formaður flokks­ins Katrín Jak­obs­dótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra, og Svandís Svavars­dótt­ir um­hverf­is­ráðherra.

„Vit­an­lega von­ar maður að það sé ein­hver inni­stæða á bak við þessi orð en eft­ir að hafa brennt sig margoft á því á kjör­tíma­bil­inu að uppi séu mikl­ar yf­ir­lýs­ing­ar en þeim fylgi eng­ar gerðir þá á ég ekki von á því. Það hef­ur verið al­veg sama hversu mikl­ir hags­mun­ir hafa verið í húfi fyr­ir land og þjóð, eins og til dæm­is Ices­a­ve-málið sýn­ir vel, þá hef­ur eng­inn í þing­flokki vinstri grænna verið reiðubú­inn að gera eitt­hvað sem hefði getað látið hrikta í stoðum stjórn­ar­sam­starfs­ins,“ seg­ir Hösk­uld­ur.

Aðspurður seg­ist Hösk­uld­ur ekki eiga von á því að boðað verði til þing­kosn­inga fyrr en næsta vor. Hann sjái ekki fyr­ir sér að þing­menn VG eigi eft­ir að gera neitt til þess að stefna stjórn­ar­sam­starf­inu í hættu.

mbl.is