Ekki heiðarlegt að halda áfram

Utanríkismálanefnd kom saman í gær og var umsóknarferlið til umræðu …
Utanríkismálanefnd kom saman í gær og var umsóknarferlið til umræðu og staðan í viðræðunum. mbl.is/Styrmir Kári

Árni Þór Sig­urðsson, þing­flokks­formaður Vinstri grænna og formaður ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar, seg­ir „eðli­legt“ að all­ir flokk­ar end­ur­meti af­stöðu til Evr­ópu­sam­bandsaðild­ar í ljósi umróts í Evr­ópu.

Hann býst við því að þing­flokk­ur Vinstri grænna komi sam­an á næst­unni og ræði aðild­ar­ferlið. Ekki sé þó hægt að segja til um það á þess­ari stundu hvort það leiði til ein­hverr­ar af­stöðubreyt­ing­ar til ferl­is­ins í heild eða um þann tím­aramma sem unnið er eft­ir í aðild­ar­viðræðunum.

Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, seg­ir ljóst að viðræðum við Evr­ópu­sam­bandið verði ekki lokið á þessu kjör­tíma­bili. „Þess­um viðræðum verður þess fyr­ir utan aldrei lokið miðað við óbreytt­ar aðstæður.“

Gunn­ar Bragi Sveins­son, Fram­sókn­ar­flokki, tel­ur málið komið í öngstræti og seg­ir ljóst að því fari fjarri að ein­hug­ur ríki um aðild hjá VG. Sér­stak­lega í ljósi um­mæla tveggja ráðherra flokks­ins um liðna helgi.

„Það er ekki heiðarlegt gagn­vart nein­um að halda þessu áfram svona með hang­andi hendi. Það þýðir ekk­ert að koma bara alltaf fram annað slagið eins og vinstri græn­ir og mót­mæla ein­hverju en halda síðan ferl­inu bara áfram á fullri ferð eins og áður,“ seg­ir Gunn­ar Bragi í ít­ar­legri um­fjöll­un um þetta mál í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: