Framhald viðræðna ákvörðun Íslands

mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Evr­ópu­sam­bandið fylg­ist með umræðunni á Íslandi sam­hliða því sem andstaða við inn­göngu í sam­bandið fer vax­andi og mun halda viðræðum við ís­lensk stjórn­völd áfram á meðan vilji er til þess að halda þeim til streitu. Þetta hef­ur Bloom­berg-frétta­veit­an í dag eft­ir Peter Stano, tals­manni Štef­ans Füle, stækk­un­ar­stjóra ESB.

„Það er á valdi Íslend­inga að ákveða hvort þeir vilji halda áfram,“ seg­ir Stano. „Ef þeir ákveða að hætta viðræðunum þá mun vit­an­lega eng­inn neyða þá til þess að halda þeim áfram.“ Fram kem­ur að 39 þing­menn af 63 á Alþingi séu nú and­víg­ir því að halda viðræðunum áfram og vísað í frétt­ir Morg­un­blaðsins í því sam­bandi.

„Evr­ópu­sam­bandið sótti ekki um það að Ísland yrði aðild­ar­ríki,“ seg­ir Stano enn­frem­ur og bæt­ir því við að þegar Ísland hafi „ákveðið að þeir vildu inn­göngu hóf­um við ferlið og aðild­ar­rík­in samþykktu það að aðild­ar­ferli Íslands hæf­ist. Ef Ísland ákveður að hætta þá mun eng­inn hindra það í að gera það.“

Frétt Bloom­berg-frétta­veit­unn­ar

mbl.is

Bloggað um frétt­ina