„Vitlausasta hugmyndin að hætta við“

Árni Páll Árnason.
Árni Páll Árnason.

„Vit­laus­asta hug­mynd­in er að hætta við um­sókn­ina og halda áfram með óvissu og höft ein að leiðarljósi. Ef menn hafa ekki plan B er ótrú­legt að láta sér detta í hug byrja á að eyðileggja plan A. Er ekki betra að vinna bara að B-plan­inu sam­hliða A-plan­inu og velja svo hvert skal halda í fyll­ingu tím­ans?“ skrif­ar Árni Páll Árna­son, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar á Face­book-síðu sína.

Eins og fjallað hef­ur verið um á mbl.is er meiri­hluti þing­flokks Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs hlynnt­ur því að um­sókn­in um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið verði tek­in til end­ur­skoðunar.

„Það er orðið ljóst að um­sókn­ar­ferlið tek­ur lengri tíma en við hugðum og að niðurstaða fæst ekki í lyk­ilþætti fyrr en á nýju kjör­tíma­bili. Við eig­um því að út­búa nýja, raun­sæja tíma­áætl­un og taka þann tíma í verk­efnið sem þarf. Um­sókn um aðild að ESB hef­ur marga kosti og aðild­ar­ferlið er nauðsyn­legt til að við vit­um hvort og þá hvernig aðild geti hentað okk­ur og greitt fyr­ir efna­hags­legu ör­yggi okk­ar,“ skrif­ar Árni Páll á Face­book.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina