Makrílaflinn kominn yfir 100 þús. tonn

Makríll
Makríll Af vef HB Granda

Búið er að veiða yfir 100 þúsund tonn af mak­ríl á vertíðinni, en heild­arkvóti ís­lenskra skipa í ár er 145 þúsund tonn. Um helm­ingi afl­ans hef­ur verið landað í Vest­manna­eyj­um og Nes­kaupstað.

Skip sem njóta aflareynslu hafa veitt um 72 þúsund tonn af 105 þúsund tonna kvóta. Vinnslu­skip eru búin að landa 19 þúsund tonn­um af 31 þúsund tonna kvóta og skip sem ísa um borð hafa landað ríf­lega 7 þúsund tonn­um af 8.600 tonna kvóta.

Tólf minni bát­ar hafa veitt mak­ríl á línu og hand­færi í sum­ar og er afli þeirra kom­inn yfir 400 tonn.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: