Búið er að veiða yfir 100 þúsund tonn af makríl á vertíðinni, en heildarkvóti íslenskra skipa í ár er 145 þúsund tonn. Um helmingi aflans hefur verið landað í Vestmannaeyjum og Neskaupstað.
Skip sem njóta aflareynslu hafa veitt um 72 þúsund tonn af 105 þúsund tonna kvóta. Vinnsluskip eru búin að landa 19 þúsund tonnum af 31 þúsund tonna kvóta og skip sem ísa um borð hafa landað ríflega 7 þúsund tonnum af 8.600 tonna kvóta.
Tólf minni bátar hafa veitt makríl á línu og handfæri í sumar og er afli þeirra kominn yfir 400 tonn.