Hægt að beita refsiaðgerðum í byrjun næsta árs

„Evr­ópu­sam­bandið gæti verið reiðubúið að beita refsiaðgerðum snemma á næsta ári ef það verður eng­in breyt­ing hjá Íslandi og Fær­eyj­um,“ er haft eft­ir Pat Gallag­her, þing­manni á Evr­ópuþing­inu, á frétta­vef breska viðskipta­blaðsins Fin­ancial Times en hann hef­ur tekið virk­an þátt í mót­un laga­setn­ing­ar á veg­um þings­ins um refsiaðgerðir gagn­vart ríkj­um utan sam­bands­ins sem það tel­ur stunda óá­byrg­ar fisk­veiðar.

Ein og fram kem­ur komið í um­fjöll­un mbl.is um deilu Íslands við Evr­ópu­sam­bandið og Nor­eg um mak­ríl­veiðar hef­ur ít­rekað komið fram í máli for­ystu­manna inn­an sam­bands­ins að til standi að beita um­ræddri laga­setn­ingu gegn Íslend­ing­um og Fær­ey­ing­um ef ekki næst sam­komu­lag um veiðarn­ar.

Gert er ráð fyr­ir að um­rædd laga­setn­ing fái end­an­lega af­greiðslu í stofn­un­um Evr­ópu­sam­bands­ins í haust þegar þing­menn á Evr­ópuþing­inu greiða at­kvæði um hana en sam­kvæmt laga­setn­ing­unni verður sam­band­inu meðal ann­ars veitt heim­ild til þess að banna skip­um frá lönd­um sem tal­in eru stunda óá­byrg­ar fisk­veiðar að landa í höfn­um inn­an þess og enn­frem­ur nýta sér þjón­ustu þar.

Þá hef­ur komið fram að fyr­ir­hugað sé að póli­tísk­ir for­ystu­menn deiluaðila á sviði sjáv­ar­út­vegs­mála hitt­ist í London 3. sept­em­ber næst­kom­andi þar sem reynt verði að finna lausn á mak­ríl­deil­unni.

mbl.is
mbl.is

Bloggað um frétt­ina