5,1 milljón tonn af makríl mældist

5,1 milljón tonn af makríl mældust á rannsóknarsvæðinu, þar af …
5,1 milljón tonn af makríl mældust á rannsóknarsvæðinu, þar af 29% á Íslandsmiðum.

Fiski­fræðing­ar Haf­rann­sókna­stofn­un­ar tóku í sum­ar þátt í sam­eig­in­leg­um leiðangri fiski­fræðinga Fær­ey­inga og Norðmanna, en rann­sókn­irn­ar voru um borð í fjór­um skip­um og voru gerðar á tíma­bil­inu 1. júlí til 10. ág­úst 2012. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Hafró, en fundi þjóðanna þriggja lík­ur í dag í Ber­gen þar sem farið er yfir rann­sókn­arniður­stöðurn­ar.

Í til­kynn­ingu Hafró seg­ir að mark­mið leiðang­urs­ins hafi verið að kort­leggja út­breiðslu og magn mak­ríls og annarra upp­sjáv­ar­fiski­stofna í Norðaust­ur-Atlants­hafi meðan á æt­is­göng­um þeirra um norður­höf stæði ásamt því að kanna ástand sjáv­ar og átu­stofna á svæðinu.

„Rann­sókn­ar­skipið Árni Friðriks­son var í ár að taka þátt í þess­um leiðangri í fjórða sinn og þetta árið var í fyrsta sinn sem öll skip­in fjög­ur notuðu sams­kon­ar flot­vörpu sem sér­stak­lega hef­ur verið þróuð fyr­ir þenn­an leiðang­ur,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

29% af 5,1 millj­ón tonna af mak­ríl á Íslands­miðum

„Í heild mæld­ist um 5,1 millj­ón tonna af mak­ríl á rann­sókn­ar­svæðinu, og þar af 1,5 millj­ón­ir tonna inn­an ís­lenskr­ar efna­hagslög­sögu eða um 29% af heild­ar­magn­inu á rann­sókna­svæðinu.  Í leiðangri sömu þjóða sum­arið 2011 var heild­ar­magnið 2,7 millj­ón­ir tonna en 4,8 millj­ón­ir tonna árið 2010.

Rann­sókn­ar­svæðið í ár náði yfir 1.530 þúsund fer­kíló­metra, sam­an­borið við 1.060 árið 2011 og 1.750 þúsund fer­kíló­metra árið 2010. Er breyti­leg stærð rann­sókna­svæðis­ins að hluta tal­in skýra mun­inn á heild­ar­magn­inu milli ára.“

Í til­kynn­ing­unni seg­ir að þó svo að niður­stöðurn­ar séu ekki lagðar til grund­vall­ar í mati á heild­ar­stofn­stærð mak­ríls inn­an Alþjóðahaf­rann­sókn­aráðsins þá staðfesti þess­ar niður­stöður víðáttu­mikla út­breiðslu mak­ríls­ins og þær sýni að elsti mak­ríll­inn ferðist lengst í sín­um æt­is­göng­um.

Mesti þétt­leiki rauðátu var vest­an við Ísland

„Skör­un á út­breiðslu mak­ríls og síld­ar var einkum vest­an til í Aust­ur­djúpi og aust­ur af Íslandi. Á aust­an­verðu hafsvæðinu var lítið af síld. Berg­máls­vísi­tala norsk-ís­lenskr­ar síld­ar mæld­ist 7,2 millj­ón­ir tonna og niður­stöður leiðang­urs­ins síðustu fjög­ur ár sýna því svipaða nei­kvæða þróun stofn­stærðar og mat Alþjóðahaf­rann­sókn­aráðsins.

Mesti þétt­leiki rauðátu (helsta fæða mar­kíls­ins) var vest­an við Ísland þar sem mak­ríll­inn var jafn­framt í mest­um þétt­leika. Á öðrum svæðum var þétt­leiki átu yf­ir­leitt lít­ill, líkt og und­an­far­in ár.

Yf­ir­borðshiti sjáv­ar í Norðaust­ur-Atlants­hafi var að öllu jöfnu yfir lang­tíma meðaltali. Það átti einkum við um svæðið suðvest­ur og vest­ur af Íslandi á meðan yf­ir­borðshit­inn í suðvest­an­verðu Aust­ur­djúpi norður af Fær­eyj­um var lítið eitt lægri en und­an­far­in ár. Frek­ari úr­vinnsla á gögn­um sem safnað var í leiðangr­in­um fer fram á næstu mánuðum.“

Hér sést dreifing afla og hlutfall á milli tegunda í …
Hér sést dreif­ing afla og hlut­fall á milli teg­unda í rann­sókn­ar­leiðangr­un­um í júlí og ág­úst 2012. Haf­rann­sókn­ar­stofn­un
Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson RE við Miðbakka í Reykjavíkurhöfn
Haf­rann­sókna­skipið Árni Friðriks­son RE við Miðbakka í Reykja­vík­ur­höfn mbl.is/Þ​orkell
mbl.is