Aldrei meira af makríl

„Niðurstaðan sýn­ir að meira hef­ur verið af mak­ríl í ís­lenskri lög­sögu í sum­ar held­ur en nokkru sinni síðan þess­ar rann­sókn­ir Íslend­inga, Norðmanna og Fær­ey­inga hóf­ust árið 2009,“ seg­ir Sveinn Svein­björns­son fiski­fræðing­ur.

Í heild mæld­ist um 5,1 millj­ón tonna af mak­ríl á rann­sókn­ar­svæðinu í Norðaust­ur-Atlants­hafi og þar af 1,5 millj­ón­ir tonna inn­an ís­lenskr­ar efna­hagslög­sögu eða um 29% af heild­ar­magn­inu. Í lög­sögu Norðmanna mæld­ust 1.680 þúsund tonn eða 33,1% og í fær­eyskri lög­sögu 746 þúsund tonn eða 14,7%.

Að mati Sig­ur­geirs Þor­geirs­son­ar, ráðuneyt­is­stjóra í sjáv­ar­út­vegs­ráðuneyti, sem jafn­framt leiðir samn­inga­nefnd fyr­ir Íslands hönd í mak­ríl­deil­unni, styrkja niður­stöðurn­ar samn­ings­stöðu Íslands.

Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag tek­ur Friðrik J. Arn­gríms­son, fram­kvæmda­stjóri LÍÚ, und­ir með Sig­ur­geiri um að samn­ings­staða Íslend­inga styrk­ist og bæt­ir við um niður­stöðu rann­sókn­ar­inn­ar. „Hún hvet­ur okk­ur enn frek­ar til að fá ásætt­an­leg­an samn­ing um veiðarn­ar. Miðað við síðustu rann­sókn­ir ætt­um við að spyrja okk­ur hvort kröf­ur okk­ar séu ekki of hóf­leg­ar,“ seg­ir Friðrik.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: