Rannsaka þarf áhrif á vistkerfið

Makríll.
Makríll.

„Þetta eru sterk­ar niður­stöður fyr­ir okk­ur, sýna mikið magn og út­breiðslu mak­ríls í lög­sög­unni, þannig að all­ar hug­mynd­ir sem viðraðar voru í vor um að stofn­inn væri að ganga til baka eru þar með gufaðar upp,“ seg­ir Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra.

Ný­leg­ar mæl­ing­ar sýna að aldrei hafi verið jafn mikið af mak­ríl við Ísland en um 29% stofns­ins í NA-Atlants­hafi hafa verið í ís­lenskri lög­sögu í sum­ar.

Stein­grím­ur seg­ir niður­stöðurn­ar styrkja samn­ings­stöðu Íslend­inga í mak­ríl­deil­unni. Hann seg­ir þó nauðsyn­legt að rann­saka frek­ar hvaða áhrif mak­ríll­inn geti haft á vist­kerfið við Ísland. „Þetta er mikið inn­grip í líf­ríkið og því þurf­um við rann­sókn­ir á þessu,“ seg­ir Stein­grím­ur. Hann vildi ekki segja til um hvort Íslend­ing­ar mundu setja fram frek­ari kröf­ur um mak­ríl­inn en hingað til hefði verið gert.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: