„Sýnir að þeir hafa vondan málstað að verja“

Friðrik J. Arngrímsson framkvæmdastjóri LÍÚ.
Friðrik J. Arngrímsson framkvæmdastjóri LÍÚ. mbl.is

„Það er auðvitað sorg­legt að norsk­ir og evr­ópsk­ir út­gerðar­menn skuli enn og aft­ur reyna að af­vega­leiða umræðuna með þess­um hætti. Þetta sýn­ir best hvað þeir hafa vond­an málstað að verja og verður þeim ekki til fram­drátt­ar," seg­ir Friðrik J. Arn­gríms­son, fram­kvæmda­stjóri LÍÚ, vegna full­yrðinga for­svars­manna sam­taka sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja í Evr­ópu­sam­band­inu og Nor­egi um að mak­ríll sé nú í minna mæli í ís­lensku efna­hagslög­sög­unni en áður.

Bent er á það á heimasíðu Lands­sam­bands ís­lenskra út­vegs­manna (LÍÚ) í dag að niðurstaða  sam­eig­in­legs rann­sókna­leiðang­urs haf­rann­sókna­stofn­ana Íslands, Nor­egs og Fær­eyja, í sum­ar sýni að aldrei hafi verið meira af mak­ríl í ís­lensku fisk­veiðilög­sög­unni en í ár. Það styrki málstað Íslands í fyr­ir­huguðum viðræðum um skipt­ingu mak­ríl­stofns­ins en gert er ráð fyr­ir að þær fari fram 1. sept­em­ber næst­kom­andi í London.

For­svars­menn sam­taka sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja í Evr­ópu­sam­band­inu og Nor­egi funduðu með Mariu Dam­anaki, sjáv­ar­út­vegs­stjóra sam­bands­ins, síðastliðinn mánu­dag og settu þar fram fjöl­marg­ar kröf­ur sem þeir vilja að viðræðurn­ar við Íslend­inga og Fær­ey­inga verði grund­vallaðar á. Meðal ann­ars að semj­ist ekki verði verði gert hlé á viðræðunum um inn­göngu Íslands í Evr­ópu­sam­bandið.

„Við höf­um aldrei verið sér­stak­ir aðdá­end­ur aðild­ar­um­sókn­ar­inn­ar þannig að hót­un um frest­un viðræðna kem­ur okk­ur ekki úr jafn­vægi. Stóra málið er að mak­ríll geng­ur í aukn­um mæli inn í ís­lensku lög­sög­una og við höf­um sama rétt og Nor­eg­ur og ESB til mak­ríl­veiða. Verk­efnið er sem fyrr að ná sam­komu­lagi um stjórn veiðanna og tryggja sann­gjarn­an hlut Íslands í þeim," seg­ir Friðrik.

Frétt á heimasíðu LÍÚ

mbl.is

Bloggað um frétt­ina