Makrílstofninn hugsanlega vanmetinn

Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins.
Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins. mbl.is

Hugs­an­legt er að gögn um mak­ríl­stofn­inn í norðaust­an­verðu Atlants­hafi hafi van­metið stærð hans vegna of­veiði út­gerða, til að mynda í Skotlandi. Stofn­inn sé þar af leiðandi lík­lega mun stærri og þoli fyr­ir vikið þá miklu veiði sem stunduð hafi verið und­an­far­in ár. Enn­frem­ur er það niðurstaða rann­sókna haf­rann­sókna­stofn­ana Íslands, Nor­egs og Fær­ey­inga að mak­ríll hafi ekki verið í meira mæli í ís­lensku efna­hagslög­sög­unni en í ár eins og fjallað hef­ur verið um á mbl.is.

„Þetta eru sterk rök fyr­ir því að semja ekki til langs tíma vegna þess að það er svo mik­il óvissa. Bæði vegna vís­bend­inga um að mak­ríl­stofn­inn sé mikið stærri og hins veg­ar að gengd­in hingað kunni að verða mikið meiri og þar með áhrif­in á líf­ríkið hér við land og aðra stofna,“ seg­ir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, en hann sat fund ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar Alþing­is í morg­un þar sem rætt var um stöðuna í mak­ríl­deil­unni.

Sig­urður seg­ist telja rétt í stöðunni að leggja áherslu á öfl­un frek­ari upp­lýs­inga og gagna og semja um skipt­ingu mak­ríl­kvót­ans til skemmri tíma frek­ar en lengri. Hann bend­ir á að það væri mjög baga­legt að semja um mak­ríl­veiðarn­ar miðað við nú­ver­andi aðstæður til langs tíma ef mak­ríl­gengd inn í ís­lensku lög­sög­una á eft­ir að halda áfram að aukast á næstu árum.

„Svo er hitt að við höf­um ekki staðið okk­ur nægj­an­lega vel í áróðurs­stríðinu út á við og við fram­sókn­ar­menn hvetj­um til þess að tekið verði veru­lega á í þeim efn­um. Þetta er auðvitað mjög ámæl­is­vert,“ seg­ir Sig­urður og bend­ir á að á sama tíma og Íslend­ing­ar séu sakaðir af Evr­ópu­sam­band­inu og Norðmönn­um um að huga ekki að sjálf­bærni sé ís­lenska fisk­veiðistjórn­ar­kerfið lofað er­lend­is fyr­ir sjálf­bærni.

Fundað verður í London næst­kom­andi mánu­dag 3. sept­em­ber þar sem reynt verður að finna lausn á mak­ríl­deil­unni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina