Ráðherrar ræða makríl

Maria Damanaki tekur á móti Steingrími J. Sigfússyni í Brussel.
Maria Damanaki tekur á móti Steingrími J. Sigfússyni í Brussel.

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son sjáv­ar­út­vegs­ráðherra ræðir mak­ríl­deil­una og fram­hald veiða á fundi í London næst­kom­andi mánu­dag, 3. sept­em­ber.

Um ráðherra­fund strand­ríkj­anna er að ræða og auk Stein­gríms mæta til fund­ar­ins María Dam­anaki, sjáv­ar­út­vegs­stjóri Evr­ópu­sam­bands­ins, Lis­beth Berg-Han­sen, sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Nor­egs, og Jacob Vesterga­ard, sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Fær­eyja.

Í  Morg­un­blaðinu í dag kem­ur fram, að með ráðherra í för verða Sig­ur­geir Þor­geirs­son ráðuneyt­is­stjóri, Hug­inn Freyr Þor­steins­son, aðstoðarmaður ráðherra, og Bene­dikt Jóns­son, sendi­herra í London. Í sam­tali við Morg­un­blaðið í gær ít­rekaði Sig­ur­geir fyrri um­mæli þess efn­is að niður­stöður rann­sókna á göng­um mak­ríls í sum­ar hefðu styrkt samn­ings­stöðu Íslands.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: