Makrílstofn stærri en talið hefur verið

Makríll.
Makríll.

Vís­bend­ing­ar eru um að mak­ríl­stofn­inn í Norðaust­ur-Atlants­hafi sé stærri en haldið hef­ur verið fram. Guðmund­ur Óskars­son fiski­fræðing­ur seg­ir að Alþjóðahaf­rann­sókn­aráðið byggi stofn­matið að veru­legu leyti á afla­töl­um.

„Ef þær eru rang­ar, sem ým­is­legt bend­ir til, færðu rangt stofn­mat,“ seg­ir Guðmund­ur.

Í fæðugöngu norður og vest­ur á bóg­inn í sum­ar er áætlað að mak­ríll í ís­lenskri lög­sögu, alls um 1,5 millj­ón­ir tonna, hafi étið um eða yfir 3 millj­ón­ir tonna. Lang­mest étur hann af rauðátu og er svo komið að ljósáta er orðin áber­andi í fæðu síld­ar, en rauðáta var áður efst á mat­seðli henn­ar. Fram kem­ur í sam­tali við Guðmund í Morg­un­blaðinu í dag, að ýms­ir halda því fram að upp­sjáv­ar­stofn­ar í NA-Atlants­hafi séu orðnir of stór­ir fyr­ir vist­kerfið.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: