Betra að ná engum samningi en slæmum

Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvegaráðherra, og Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri ESB, funduðu …
Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvegaráðherra, og Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri ESB, funduðu í Brussel í janúar síðastliðnum. mbl.is

„Eng­inn samn­ing­ur er betri kost­ur en slæm­ur samn­ing­ur fyr­ir Evr­ópu­sam­bandið og írska sjó­menn,“ seg­ir írski Evr­ópuþingmaður­inn Pat Gallag­her um mak­ríl­deil­una í sam­tali við frétta­vef­inn Do­negal Democrat í dag. Hann bæt­ir því við að það væri gríðarlega ósann­gjarnt að verðlauna ríki sem stunda ósjálf­bær­ar veiðar með hærri afla­hlut­deild og skír­skot­ar þar til Íslands og Fær­eyja.

Fundað verður í London á morg­un um lausn á mak­ríl­deil­unni og mæta full­trú­ar Íslands á fund­inn ásamt full­trú­um Evr­ópu­sam­bands­ins, Nor­egs og Fær­eyja. Stein­grím­ur J. Sig­fús­son at­vinnu­vegaráðherra sit­ur fund­inn fyr­ir Íslands hönd en fund­ur­inn hefst í fyrra­málið. Maria Dam­anaki, sjáv­ar­út­vegs­stjóri Evr­ópu­sam­bands­ins, sit­ur fund­inn fyr­ir hönd sam­bands­ins.

Gallag­her seg­ist trúa því staðfast­lega að ef all­ir aðilar deil­unn­ar mæta til viðræðnanna með „upp­byggi­lega nálg­un“ sé hægt að skapa grund­völl fyr­ir sann­gjarna skipt­ingu mak­ríl­kvót­ans. „Hins veg­ar verður fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins að taka harða af­stöðu fyr­ir hönd írskra sjó­manna þar sem kröf­ur Íslend­inga og Fær­ey­inga eru órétt­læt­an­leg­ar.“

Þá staðfest­ir hann að 12. sept­em­ber næst­kom­andi muni Evr­ópuþingið ganga frá sam­komu­lagi sem heim­ili Evr­ópu­sam­band­inu að grípa til refsiaðgerða gegn ríkj­um utan sam­bands­ins sem að mati þess stundi ósjálf­bær­ar fisk­veiðar.

Frétt Do­negal Democrat

mbl.is

Bloggað um frétt­ina