Makríldeilan enn í hnút

Makríllinn er farinn a skipta miklu fyrir þjóðarbú Íslendinga.
Makríllinn er farinn a skipta miklu fyrir þjóðarbú Íslendinga.

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son at­vinnu­vegaráðherra fór fyr­ir sendi­nefnd Íslands í viðræðum í London um mak­ríl­deil­una í dag. Maria Dam­anaki, sjáv­ar­út­vegs­stjóri ESB, var full­trúi sam­bands­ins. Ekk­ert þokaðist í deil­unni, að sögn Stein­gríms en málið verður tekið upp á ný á fundi strand­ríkja í októ­ber.  

Heild­ar­veiði hef­ur verið um­fram ráðgjöf vís­inda­manna en mak­ríll er nú far­inn að ganga í mikl­um mæli í ís­lenska lög­sögu og jafn­vel hrygna hér við land. Íslend­ing­ar krefjast þess að fá að halda hlut­deild sinni síðustu ár í heild­arafl­an­um, hún hef­ur verið um 16%.

 „Við erum til­bún­ir til að sýna ákveðinn sveigj­an­leika gegn ríf­leg­um aðgangi að lög­sögu annarra þjóða á móti í þágu þess að ná utan um þetta mál," seg­ir Stein­grím­ur.  „Það er viður­kennt að fyr­ir okk­ur væri ákveðið verðmæti fólgið í því að hafa mögu­leika á að sækja eitt­hvað af mak­ríln­um seinna á sumr­inu eða haust­inu inn í lög­sögu hinna ríkj­anna. Visst ör­yggi væri í slík­um aðgangi og auk þess er fisk­ur­inn þá verðmæt­ari.

 Og auðvitað er það verðmætt í sjálfu sér að ná utan um sjálf­bæra fisk­veiðistjórn­un á teg­und­inni. Við ætl­um okk­ur mynd­ar­leg­an framtíðar­hlut í þess­um veiðum og því er það áhyggju­efni fyr­ir okk­ur að ekki skuli tak­ast að færa heild­ar­veiðina í átt að ráðgjöf. En þá yrðu all­ir að draga úr veiðum."

 Stein­grím­ur sagðist skilja vel að hiti væri í mönn­um á byggðarlög­um í Skotlandi og á Írlandi þar sem mak­ríll­inn skipti miklu máli. En gagn­rök­in væru að fyr­ir Ísland og Fær­eyj­ar sner­ist málið ekki um ör­fá­ar byggðir held­ur allt hag­kerfið.

mbl.is