Pólitískur samningafundur um makrílinn

Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri ESB.
Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri ESB. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Samn­inga­fund­ur hófst í morg­un í London þar sem freista á þess að finna lausn á mak­ríl­deil­unni en ákveðið var í sum­ar að fund­ur­inn yrði hald­inn. Ekki er um að ræða hefðbund­inn fund samn­inga­nefnda eins og verið hef­ur til þessa held­ur fund póli­tískra for­ystu­manna deiluaðila á sviði sjáv­ar­út­vegs­mála. Slík­ir fund­ir eru jafn­an boðaðir þegar deil­ur þykja komn­ar meira eða minna í hnút.

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son at­vinnu­vegaráðherra sit­ur fund­inn fyr­ir Íslands hönd auk aðstoðar­manns síns Hug­ins Freys Þor­steins­son­ar og Sig­ur­geirs Þor­geirs­son­ar, aðal­samn­inga­manns Íslands í deil­unni. Maria Dam­anaki, sjáv­ar­út­vegs­stjóri Evr­ópu­sam­bands­ins, er full­trúi ríkja sam­bands­ins og sjáv­ar­út­vegs­ráðherr­ar Nor­egs og Fær­eyja full­trú­ar sinna lands, Lis­beth Berg-Han­sen og Jacob Vesterga­ard.

Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is mun samn­inga­fund­ur­inn lík­lega standa ein­ung­is í dag en ekki næstu daga eins og gjarn­an hef­ur verið þegar samn­inga­nefnd­ir deiluaðil­anna hafa reynt að finna lend­ingu í deil­unni en fund­ur­inn hófst í morg­un.

Hótaði verði hléi á ESB-aðild­ar­viðræðunum

Hags­munaaðilar og stjórn­mála­menn inn­an Nor­egs og Evr­ópu­sam­bands­ins hafa sent frá sér yf­ir­lýs­ing­ar und­an­farið þar sem brýnt hef­ur verið fyr­ir sjáv­ar­út­vegs­stjóra sam­bands­ins að taka harða af­stöðu gagn­vart Íslend­ing­um og Fær­ey­ing­um og áhersla meðal ann­ars lögð á að ekki sé ásætt­an­legt að samþykkja auk­inn mak­ríl­kvóta þeim til handa enda séu kröf­ur þeirra órétt­læt­an­leg­ar.

Þá hef­ur enn­frem­ur verið hvatt meðal ann­ars til þess að Evr­ópu­sam­bandið beiti Íslend­inga og Fær­ey­inga refsiaðgerðum í formi viðskiptaþving­ana ef ekki ná­ist sam­komu­lag og að hlé verði gert á viðræðum við Ísland um inn­göngu lands­ins í sam­bandið.

Fær­ey­ing­ar upp­haf­lega ekki boðaðir

Fram kem­ur á fær­eyska frétta­vefn­um Kringvarp.fo að upp­haf­lega hafi Fær­ey­ing­um ekki verið boðið á samn­inga­fund­inn þegar ákveðið hafi verið að boða til hans í sum­ar. Síðan hafi þau skila­boð borist fyrst frá Norðmönn­um og síðan Evr­ópu­sam­band­inu að full­trúi Fær­ey­inga væri vel­kom­inn á fund­inn.

Frétt Kringvarp.fo

mbl.is

Bloggað um frétt­ina