Rannsóknir Matís á makríl hafa aukið aflaverðmæti hans um 10-15 milljarða undanfarin ár, að sögn sérfræðinga Matís. Þetta styrki stöðu Íslands í makríldeilunni.
Árið 2007 fóru 5% til manneldis en 95% til bræðslu, nú hefur kúvending orðið og hlutfallið sem notað er til manneldis er komið í 90%. „Áður var það notað gegn okkur Íslendinum að við notuðum of mikið af makrílnum í bræðslu,“ segir Sigurjón Arason, yfirverkfræðingur hjá Matís, í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.