Er makríllinn evrópskur?

Makríll.
Makríll.

Vís­inda­menn Haf­rann­sókna­stofn­un­ar­inn­ar, Matís og Há­skóla Íslands, ásamt norsk­um, fær­eysk­um, græn­lensk­um og kanadísk­um vís­inda­mönn­um, hófu rann­sókn­ir á mak­ríl í Norður-Atlants­hafi síðastliðið ár í sam­vinnu við nokk­ur út­gerðarfyr­ir­tæki (Hug­in ehf., Síld­ar­vinnsl­una hf., Vinnslu­stöðina hf. og Fram­herja aps). Styrk­ur frá Verk­efna­sjóði sjáv­ar­út­vegs­ins und­ir verk­efn­is­stjórn Matís ýtti verk­efn­inu úr vör árið 2011 með verk­efn­inu „Stofnerfðafræði mak­ríls í Norður-Atlants­hafi - er stofn­inn ein­göngu evr­ópsk­ur?“ og í kjöl­farið árið 2012 fylgdu fær­eyski rann­sókna­sjóður­inn (Faroese Rese­arch Council) og nor­ræni NORA-sjóður­inn með fjár­mögn­un sem nær til des­em­ber 2014 und­ir verk­efn­is­stjórn Haf­rann­sókna­stofn­un­ar­inn­ar (dr. Christoph­es Pampoulies). Þetta kem­ur fram í frétt á vefsíðu Hafró.

Um er að ræða þverfag­legt verk­efni sem bygg­ist á söfn­un mak­ríl­sýna á mis­mun­andi svæðum og tíma­bil­um og úr­vinnslu þeirra með til­liti til DNA-arf­gerða, líf­fræðilegra upp­lýs­inga, vinnslu­eig­in­leika o.fl. ásamt um­hverf­is­gögn­um. Áætlað er að verk­efnið „Stock struct­ure of Atlantic Mack­erel“ sem kall­ast SAM varpi ljósi á upp­runa mak­ríls inn­an ís­lenskr­ar, fær­eyskr­ar og norskr­ar lög­sögu. Jafn­framt er stefnt á að greina stofn­gerð mak­ríls í Norður-Atlants­hafi, þ.e. fjölda stof­nein­inga og hvort blönd­un eigi sér stað milli ólíkra stof­nein­inga á veiðislóð, bæði milli hugs­an­legra ólíkra stof­nein­inga inn­an Evr­ópu sem og milli Evr­ópu og N-Am­er­íku.

Mak­ríll hef­ur fund­ist á ís­lensk­um hafsvæðum í sí­fellt aukn­um mæli síðan árið 2006, en breyt­ing­ar á út­breiðslu hans hafa fylgt breyt­ing­um á um­hverfisaðstæðum í haf­inu, m.a. hlýn­un sjáv­ar. Mark­miðið er að verk­efnið afli mik­il­vægra vís­inda­gagna sem geta varpað frek­ara ljósi á breyt­ing­ar á út­breiðslu­mynstri mak­ríls í Norður-Atlants­hafi.

SAM-verk­efnið er unnið í nánu sam­starfi við fiskiðnaðinn. Í verk­efn­inu er byrjað á að þróa DNA-erfðamörk fyr­ir mak­ríl. DNA-erfðamörk­in eru notuð sem tæki til stofn- og upp­runa­grein­inga á mak­ríl í þeim til­gangi að stuðla að sjálf­bær­um veiðum stof­nein­inga og hjálpa til við að spá um breyt­ing­ar á út­breiðslu mak­ríls í framtíðinni. Not­ast verður við tvenns­kon­ar DNA-erfðamörk, ann­ars veg­ar DNA erfðamörk und­ir vali og hins veg­ar hlut­laus erfðamörk ásamt líf­fræði- og um­hverf­is­gögn­um til að rann­saka fjölda stof­nein­inga mak­ríls í Norður-Atlants­hafi og upp­runa ólíkra stof­nein­inga á veiðislóð.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina