Óvænt ef fundurinn hefði skilað árangri

Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/ÞÖK

Þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins seg­ir Evr­ópu­sam­bandið og Norðmenn hafa nálg­ast mak­ríl­deil­una af ótrú­legri frekju. Bæði með því að taka sér ein­hliða veiðiheim­ild­ir sem svari til 90% af ráðlögðum kvóta og enn­frem­ur með ít­rekuðum hót­un­um um viðskiptaþving­an­ir.

„Þær hót­an­ir hafa ekki bara reynst orðin tóm, því að ESB hef­ur und­ir­búið sig sér­stak­lega fyr­ir það að geta beitt slík­um hót­un­um. Við því er að bú­ast að ESB þingið samþykki regl­ur um refs­ingu sem beita megi okk­ur og Fær­ey­inga nú síðar í mánuðinum,“ seg­ir Ein­ar K. Guðfinns­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins á heimasíðu sinni.

Hann seg­ir enn­frem­ur að það hafi ekki komið á óvart að ekki næðust samn­ing­ar á ráðherra­fund­in­um í London í gær þar sem freistað var þess að ná sam­komu­lagi um mak­ríl­veiðarn­ar. Deil­an hafi farið harðnandi und­an­farna mánuði sem sé af­leiðing óskamm­feilni Evr­ópu­sam­bands­ins og Nor­egs og lítt dul­bún­um hót­un­um þeirra.

„Raun­ar má segja að það hefði orðið óvænt ef við hefðum séð ein­hvern mark­tæk­an ár­ang­ur af þess­um viðræðum, eins og nú er í pott­inn búið,“ seg­ir Ein­ar og enn­frem­ur að mál­efn­astaða Íslend­inga styrk­ist stöðugt í ljósi vís­inda­legra rann­sókna sem bendi meðal ann­ars til þess að mak­ríll­inn sé far­inn að hrygna inn­an ís­lensku efna­hagslög­sög­unn­ar.

„Þegar allt þetta er skoðað er auðvitað ekki von á góðu, frá viðsemj­end­um okk­ar. En við hljót­um að standa á rétti okk­ar, ábyrg fisk­veiðiþjóð sem hef­ur í ár­anna rás  verið boðberi ábyrgra veiða. Til­raun viðsemj­enda okk­ar til þess að ófrægja okk­ur með ósönn­um staðhæf­ing­um um annað mun ekki tak­ast,“ seg­ir hann.

Heimasíða Ein­ars K. Guðfinns­son­ar

mbl.is