Telja samningaleiðina hafa brugðist

Ef ekki er hægt að ná sam­komu­lagi í mak­ríl­deil­unni á milli póli­tískra for­ystu­manna er spurn­ing hvort hægt sé að gera sér von­ir um að það sé mögu­legt á næsta viðræðufundi sem fyr­ir­hugaður er í októ­ber. Þetta er mat Ians Gatts, fram­kvæmda­stjóra sam­taka skoskra upp­sjáv­ar­sjó­manna, í sam­tali við breska rík­is­út­varpið BBC.

Eins og mbl.is hef­ur fjallað um reynd­ist viðræðufund­ur á milli sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Íslands, Nor­egs og Fær­eyja og sjáv­ar­út­vegs­stjóra Evr­ópu­sam­bands­ins sem fram fór í London í gær ár­ang­urs­laus. Að sögn Stein­gríms J. Sig­fús­son­ar at­vinnu­vegaráðherra, sem sat fund­inn fyr­ir Íslands hönd, þokaðist ekk­ert í deil­unni á fund­in­um en málið verður tekið upp aft­ur á fundi strand­ríkja í októ­ber.

„Þetta ger­ir það enn mik­il­væg­ara en áður að Evr­ópuþingið samþykki refsiaðgerðir gegn Íslandi og Fær­eyj­um í þess­um mánuði og að eng­inn tími fari til spill­is hjá Evr­ópu­sam­band­inu við að koma þeim þegar í fram­kvæmd,“ seg­ir Gatt enn­frem­ur og vís­ar þar til frum­varps um refsiaðgerðir gegn ríkj­um sem stunda ekki sjálf­bær­ar fisk­veiðar að mati sam­bands­ins en mbl.is fjallaði ít­ar­lega um það í gær.

Seg­ir niður­stöðuna hafa verið fyr­ir­sjá­an­lega

Haft er eft­ir sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Skot­lands, Rich­ard Lochhead, að niðurstaða viðræðnanna í gær hafi valdið von­brigðum en hafi hins veg­ar því miður verið fyr­ir­sjá­an­leg. Hann seg­ir að reynsl­an til þessa sýni að Íslend­inga og Fær­ey­inga hafi skort vilja til þess að ná mála­miðlun í deil­unni og kom­ast að sann­gjörnu sam­komu­lagi um mak­ríl­veiðarn­ar. Enn eina ferðina hafi leið samn­ingaviðræðna nú brugðist.

„Það er óviðun­andi fyr­ir hvaða ríki sem er að stefna í hættu sjálf­bærni deili­stofna með því að ákv­arða gríðarlega aukn­ar veiðiheim­ild­ir. Og ef við höld­um áfram að horfa upp á eig­in­hags­muna­semi og þrjósku ein­kenna af­stöðu Íslands og Fær­eyja þarf Evr­ópu­sam­bandið að geta gripið til nauðsyn­legra aðgerða,“ seg­ir Lochhead en hann kallaði einnig eft­ir því á meðan viðræðurn­ar stóðu yfir í gær að þeirri vinnu yrði flýtt að veita sam­band­inu heim­ild­ir til þess að grípa til refsiaðgerða.

Maria Dam­anaki, sjáv­ar­út­vegs­stjóri Evr­ópu­sam­bands­ins, sem sat fund­inn í gær fyr­ir hönd ríkja sam­bands­ins, og Lis­beth Berg-Han­sen, sjáv­ar­út­vegs­stjóri Nor­egs, sendu frá sér sam­eig­in­lega yf­ir­lýs­ingu eft­ir að viðræðunum var slitið en þar seg­ir að niðurstaðan sé þeim gríðarleg von­brigði. „Við mun­um halda áfram að vinna náið sam­an í þessu lyk­il­máli eft­ir öll­um nauðsyn­leg­um leiðum.“

Frétt BBC

mbl.is

Bloggað um frétt­ina