Makrílvertíð ársins er langt komin

Makríll, fiskurinn sem allt snýst um.
Makríll, fiskurinn sem allt snýst um.

Mak­ríl­vertíð árs­ins er langt kom­in og eft­ir er að veiða um tólf þúsund tonn af tæp­lega 150 þúsund tonna kvóta. Útgerðarmaður sem rætt var við í gær sagði að ekk­ert lát hefði verið á veiðum síðan í júní­mánuði og veður verið með ein­dæm­um gott þar til í gær.

Veiðar og vinnsla hefðu gengið jafnt og þétt í allt sum­ar. Mak­ríll­inn hef­ur veiðst norðarlega upp á síðkastið og hafa skip­in meðal ann­ars verið að veiðum djúpt út af Héraðsflóa. Ekk­ert far­arsnið virðist vera á mak­ríln­um sem þar hef­ur verið.

Í um­fjöll­un um mak­ríl­veiðina í Morg­un­blaðinu í dag kem­ur fram, að út­gerðir upp­sjáv­ar­skipa geyma heim­ild­ir í mak­ríl til að nýta með norsk-ís­lensku síld­inni, en veiðar á henni taka nú við af aukn­um krafti. Útlit er fyr­ir að gott verð fá­ist fyr­ir síld­ar­af­urðir í vet­ur, en mak­ríll gaf hins veg­ar nokkuð eft­ir í ár miðað við það verð sem fékkst í fyrra.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: