Makríll veiddur niður til að hjálpa síldinni

Makríll.
Makríll.

Mik­ill upp­gang­ur mak­ríls ógn­ar norsk-ís­lenska síld­ar­stofn­in­um og bregðast ætti við því með að veiða niður mak­ríl­inn.

Þetta er mat norska fiski­fræðings­ins Jens Christian Holst hjá norsku haf­rann­sókna­stofn­un­inni sem hann lýs­ir í viðtali við norska sjáv­ar­út­vegs­blaðið Fiskar­ená föstu­dag.

Holst seg­ir að síld­ar­stofn­inn drag­ist sam­an um allt að tvær millj­ón­ir tonna á ári vegna auk­inn­ar sam­keppni um fæðu við mak­ríl­inn og kol­munna. Hann tel­ur að mak­ríl­stofn­inn sé van­met­inn og hann gæti verið allt að tvisvar sinn­um stærri en talið sé. Þá verði síld­in und­ir í sam­keppn­inni um átu við kol­munn­ann.

Að sögn Jó­hanns Sig­ur­jóns­son­ar, for­stjóra Haf­rann­sókna­stofn­un­ar, hafa mikl­ar svipt­ing­ar orðið hjá upp­sjáv­ar­teg­und­un­um síld, kol­munna og mak­ríl. Þær séu í beinni sam­keppni um fæðu og þekkt sé að lægð hafi verið í fæðufram­boði á svæðinu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: