Samþykkja beitingu refsiaðgerða

Makríll.
Makríll.

Evr­ópuþingið samþykkti á fundi sín­um í dag til­lög­ur um að Evr­ópu­sam­band­inu verði heim­ilað að grípa til refsiaðgerða gegn ríkj­um utan sam­bands­ins sem það tel­ur stunda ósjálf­bær­ar fisk­veiðar. Sjáv­ar­út­vegs­nefnd Evr­ópuþings­ins hafði áður samþykkt til­lög­urn­ar sem fara nú fyr­ir fram­kvæmda­stjórn sam­bands­ins til staðfest­ing­ar.

Í frétt á vef Evr­ópuþings­ins seg­ir að regl­urn­ar eigi að letja Íslend­inga og Fær­ey­inga til of­veiða á mak­ríl. Voru til­lög­urn­ar samþykkt­ar með 659 at­kvæðum gegn 11. Sjö þing­menn voru fjar­ver­andi.

Pat the Cope Gallag­her, Evr­ópuþingmaður frá Írlandi, seg­ir að bregðast þurfi strax við ástand­inu í Norður-Atlants­hafi. Íslend­ing­ar hafi ein­hliða aukið við kvóta sinn úr 363 tonn­um árið 2005 í 147 þúsund tonn í ár.

Sam­kvæmt til­lög­un­um, sem Evr­ópuþingið samþykkti í dag, get­ur Evr­ópu­sam­bandið bannað inn­flutn­ing á fiski frá þeim ríkj­um, sem tal­in eru stunda of­veiði á fiski­stofn­um. Fram kem­ur í frétt á vef Evr­ópuþings­ins að gagn­ist slík­ar aðgerðir ekki verði hugs­an­lega gripið til þess ráðs að setja lönd­un­ar­bann á skip frá þeim ríkj­um sem refsiaðgerðirn­ar bein­ast gegn.

Um er að ræða reglu­gerðar­til­lögu sem upp­haf­lega kom frá fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins og breyt­ing­ar­til­lögu við hana sem fram kom inn­an nefnd­ar­inn­ar en sam­kvæmt breyt­ing­ar­til­lög­unni verður sam­band­inu ekki aðeins heim­ilað að banna út­flutn­ing sjáv­ar­af­urða til ríkja þess úr fiski­stofn­um sem ekki eru til staðar samn­ing­ar um held­ur öll­um sjáv­ar­af­urðum. Þá er einnig meðal ann­ars opnað á mögu­leik­ann á hafn­banni á skip frá ríkj­um sem ekki eru tal­in stunda sjálf­bær­ar veiðar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina