Erfitt yrði að beita Ísland refsiaðgerðum

Fánar Evrópusambandsríkjanna fyrir utan Evrópuþingið
Fánar Evrópusambandsríkjanna fyrir utan Evrópuþingið AFP

Erfitt gæti reynst fyr­ir Evr­ópu­sam­bandið að beita Íslend­inga refsiaðgerðum vegna mak­ríl­deil­unn­ar í ljósi þess hversu háð ríki sam­bands­ins eru ís­lensk­um fiski, sér­stak­lega þorski. Þetta kem­ur fram á frétta­vef írska dag­blaðsins Irish Times í dag.

Eins og fjallað hef­ur verið um á mbl.is samþykkti Evr­ópuþingið í gær nær ein­róma laga­setn­ingu sem veit­ir Evr­ópu­sam­band­inu heim­ild til þess að beita þau ríki víðfem­um refsiaðgerðum sem það tel­ur stunda ósjálf­bær­ar fisk­veiðar.

Meðal þess sem heim­ild­irn­ar kveða á um er að Evr­ópu­sam­bandið geti bannað lönd­un á afla úr öll­um fiski­stofn­um sem deila sama vist­kerfi og fiski­stofn­inn sem sam­bandið tel­ur að sé nýtt­ur á ósjálf­bær­an hátt og deil­ur standa um.

Þessu hafa ís­lensk stjórn­völd og hags­munaaðilar harðlega mót­mælt og sagt að ef gripið yrði til slíkra refsiaðgerða af hálfu Evr­ópu­sam­bands­ins myndu þær brjóta gegn alþjóðleg­um samn­ing­um og milli­ríkja­samn­ing­um sem Ísland og sam­bandið eiga aðild að og þar á meðal samn­ingn­um um Evr­ópska efna­hags­svæðið (EES).

Frum­kvæðið að laga­setn­ing­unni átti írski Evr­ópuþingmaður­inn Pat Gallag­her, sem einnig er ann­ar formaður sam­eig­in­legr­ar þing­manna­nefnd­ar Alþing­is og Evr­ópuþings­ins vegna um­sókn­ar Íslands um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið, og fagn­ar hann samþykkt henn­ar í frétt Irish Times. Enn­frem­ur seg­ist hann vilja veita deiluaðilum eitt tæki­færi enn til þess að finna lausn á deil­unni.

Sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Skot­lands, Rich­ard Lochhead, fagn­ar einnig samþykkt laga­setn­ing­ar­inn­ar á frétta­vef breska rík­is­út­varps­ins BBC. Þar seg­ist hann vona að hún verði til þess að fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins nýti þess­ar heim­ild­ir sem fyrst.

Ian Gatt, fram­kvæmda­stjóri sam­taka skoskra upp­sjáv­ar­sjó­manna, tek­ur í sama streng og Lochhead. Von­andi leiði samþykkt Evr­ópuþings­ins til þess að Íslend­ing­ar og Fær­ey­ing­ar viður­kenni hversu al­var­leg staðan sé og komi aft­ur að samn­inga­borðinu og taki þátt í viðræðunum með það að mark­miði að finna lausn á mak­ríl­deil­unni.

Frétt Irish Times

Frétt BBC

mbl.is

Bloggað um frétt­ina