Bundin af atriðum sem sátt var um

Frumvarp um stjórnun fiskveiða verður væntanlega til umræðu á Alþingi …
Frumvarp um stjórnun fiskveiða verður væntanlega til umræðu á Alþingi á næstu vikum. mbl.is/Ómar

„Þarna hef­ur náðst sátt um veiga­mik­il atriði, en um önn­ur grund­vall­ar­atriði gat aldrei orðið sam­komu­lag,“ seg­ir Ein­ar K. Guðfinns­son, einn fjög­urra þing­manna í trúnaðarmanna­hópi stjórn­mála­flokk­anna um kvótafrum­varp rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Þannig er sam­komu­lag um að falla frá ákvæði, sem var í laga­frum­varpi um stjórn fisk­veiða í fyrra­vet­ur, um að banna framsal afla­heim­ilda al­ger­lega frá ár­inu 2032. „Í heild­ina skipt­ir það mestu máli að í yf­ir­lýs­ingu formanna stjórn­ar­flokk­anna skuld­binda þau sig til að leggja frum­varpið fram með þeim breyt­ing­um, sem við yrðum ásátt­ir um,“ seg­ir Ein­ar.

Vís­ar hann þar til orða í yf­ir­lýs­ingu odd­vita rík­is­stjórn­ar­inn­ar við þinglok 18. júní þess efn­is að „ná­ist sam­komu­lag á þess­um vett­vangi mun það verða lagt til grund­vall­ar fram­lagn­ingu frum­varps um stjórn fisk­veiða af hálfu stjórn­ar­flokk­anna á nýju þingi í haust.“

Marg­vís­leg­ar áhersl­ur og at­huga­semd­ir

Í yf­ir­lýs­ingu odd­vita rík­is­stjórn­ar­inn­ar seg­ir að trúnaðarmanna­hóp­ur full­trúa stjórn­mála­flokk­anna, sem hafi unnið með frum­varp um stjórn fisk­veiða muni halda þeirri vinnu áfram og ljúka störf­um með sam­an­tekt eða grein­ar­gerð.

Í sam­eig­in­legri grein­ar­gerð starfs­hóps­ins, sem kynnt var á fundi at­vinnu­vega­nefnd­ar í gær, er fjallað um álit hóps­ins á fyr­ir­fram skil­greind­um deilu­efn­um og koma þar fram marg­vís­leg­ar at­huga­semd­ir og áhersl­ur. Í starfs­hópn­um voru Kristján Möller, Björn Val­ur Gísla­son, Ein­ar K. Guðfinns­son og Sig­urður Ingi Jó­hanns­son. Auk þeirra sitja í at­vinnu­vega­nefnd þings­ins Ólína Þor­varðardótt­ir, Jón Gunn­ars­son, Lilja Raf­ney Magnús­dótt­ir, Þór Sa­ari og Jón­ína Rós Guðmunds­dótt­ir.

Ein­ar K. Guðfinns­son seg­ist gera ágrein­ing um veiga­mik­il mál í grein­ar­gerð starfs­hóps­ins og nefn­ir fyrst and­stöðu við hug­mynd­ina um kvótaþing eins og hún hafi verið sett fram. Hann seg­ir of mikið sett í pott 2 og leigupott­ur­inn sem þar sé að finna sé alltof stór. Auk þess sem slíkt leigupotta­kerfi rík­is­ins eigi ekki að vera í lög­un­um.

Einnig seg­ir hann það sína skoðun að í frum­varp­inu eigi að byggja á samn­inga­leið, en ekki veiðileyf­a­leið.

Skil­greint magn fer í flokk 2

Hins veg­ar hafi verið sam­komu­lag í starfs­hópn­um um að falla frá af­námi framsals eft­ir 20 ár eins og áður er nefnt. Einnig var sátt um að skil­greina skyldi ákveðið magn í flokk 2 og það yrði sett í hlut­deild þannig að magnið yk­ist með vax­andi kvót­um en minnkaði þegar afla­heim­ild­ir yrðu minni. Í upp­haf­legu frum­varpi hafi verið marg­vís­leg ákvæði sem hefðu gert það að verk­um að pott­ur­inn gæti stækkað veru­lega um­fram þau 16, 18 og 20 þúsund tonn sem miðað var við á ákveðnu ára­bili.

Einnig hafi nú verið fallið frá því að þeir sem selja frá sér afla­hlut­deild greiddu 3% af sölu­kvót­an­um til rík­is­ins og þessi hlut­deild færi í flokk 2. Sömu­leiðis væri fallið frá svo­kallaðri stilli­mynd, sem hefði einnig aukið heim­ild­ir í flokki 2.

Rækju- og skel­bæt­ur hafi átt að falla al­veg niður en sam­komu­lag hafi verið um að þær yrðu áfram.

Vís­ar ásök­un­um til föður­húsa

Kristján L. Möller, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, vís­ar til föður­hús­anna ásök­un­um um að trúnaðarmanna­hóp­ur formanna stjórn­mála­flokk­anna hafi verið sjálf­skipaður. Slík­ar yf­ir­lýs­ing­ar séu byggðar á mis­skiln­ingi því for­menn flokk­anna hafi þvert á móti til­nefnt hver sinn full­trúa. Í störf­um hóps­ins hafi verið unnið af mik­illi trú­mennsku og í sam­ræmi við yf­ir­lýs­ingu odd­vita rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Þar hafi ná­kvæm­lega verið tí­undað hver verk­efni hóps­ins væru. Aðeins í einu til­viki hefði verið brugðið út frá því, en hóp­ur­inn fór þess á leit við sjáv­ar­út­vegs­ráðherra í síðasta mánuði að gerð yrði fag­leg og fræðileg út­tekt á strand­veiðum.

At­vinnu­vega­nefnd hefði síðan fengið skýrslu um störf hóps­ins í gær­morg­un eða við fyrsta tæki­færi. Kristján seg­ist ekki hafa starfað í hópn­um sem formaður at­vinnu­vega­nefnd­ar held­ur hafi hann verið skipaður beint af Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur. Sér­stak­ur formaður hafi ekki farið fyr­ir starf­inu í trúnaðarmanna­hópn­um.

Í skila­bréfi hóps­ins til ráðherra komi fram skoðanir fjór­menn­ing­anna og þær bindi hvorki aðra þing­menn né þing­flokka. Það sé síðan ráðherra að ákveða fram­haldið.

Kristján seg­ist ekki hafa mikl­ar áhyggj­ur af bók­un Þórs Sa­ari og kvört­un til for­sæt­is­nefnd­ar. Þór hafi skrifað nefnd­inni bréf og sagt sig frá störf­um hóps­ins. Skoðanir hans hafi komið fram á fund­um hóps­ins á fyrri stig­um og í sam­töl­um við hann síðar.

Mót­fall­in og óbund­in af áliti hóps­ins

Ólína Þor­varðardótt­ir, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, á sæti í at­vinnu­vega­nefnd og lýs­ir hún sig mót­fallna og um leið óbundna af hug­mynd­um fjór­menn­ing­anna. Í bloggi sínu í gær und­ir fyr­ir­sögn­inni Átaka­fund­ur í at­vinnu­vega­nefnd kem­ur fram að auk henn­ar hafi Lilja Raf­ney Magnús­dótt­ir og Þór Sa­ari lagt fram bók­an­ir þar sem til­drög hóps­ins og vinnuaðferðir séu gagn­rýnd­ar, sem og þau efn­is­atriði sem hóp­ur­inn hef­ur unnið út frá.

„Sá hóp­ur fjög­urra þing­manna sem hér legg­ur fram grein­ar­gerð sína hef­ur ekki hlotið umboð at­vinnu­vega­nefnd­ar Alþing­is né held­ur þing­flokka stjórn­ar­flokk­ana til sinna starfa. Hóp­ur­inn er sjálf­skipaður hluti nefnd­ar­manna í at­vinnu­vega­nefnd sem fengið hef­ur samþykki for­ystu­manna rík­is­stjórn­ar­inn­ar til þess að leita niður­stöðu sín á milli um fisk­veiðistjórn­un­ar­frum­varp at­vinnu­vegaráðherra sem sátt geti náðst um,“ skrif­ar Ólína.

Hún gagn­rýn­ir 20 ára for­gangsút­hlut­un 95% afla­heim­ilda til nú­ver­andi kvóta­hafa, tak­mark­an­ir á vaxt­ar­mögu­leik­um leigupotts­ins við 20 þús. tonn og seg­ir óviðun­andi að í upp­sjáv­ar- og út­hafsveiðum deili­stofna „verði komið á sams­kon­ar gjafa­kvóta­kerfi og því sem viðgeng­ist hef­ur í botn­fisk­veiðum, eins og til­lög­ur hóps­ins gera ráð fyr­ir“.

Þá seg­ir að „verði þær breyt­ing­ar á fisk­veiðistjórn­un­ar­frum­varp­inu sem fjór­menn­ing­arn­ir hafa drepið á er ljóst að upp­haf­legt mark­mið með frum­varp­inu – um jafn­ræði, at­vinnu­frelsi og nýliðun­ar­mögu­leika – yrði að engu. Væri þá verr af stað farið en heima setið með mál þetta í heild sinni.“

Fram­ganga Alþingi til vansa

Á fundi at­vinnu­vega­nefnd­ar í gær mót­mælti Þór Sa­ari harðlega vinnu­brögðum for­manns hóps­ins „sem hef­ur tekið að sér að stýra fundi henn­ar þrátt fyr­ir óaf­greitt er­indi til for­sæt­is­nefnd­ar um van­hæfi hans sem for­manns vegna brots á sam­komu­lagi formanna stjórn­mála­flokk­ana um þinglok og kröfu um af­sögn hans sem for­manns nefnd­ar­inn­ar,“ seg­ir í bók­un Hreyf­ing­ar­inn­ar um vinnu­brögð í nefnd­inni.

„Fram­ganga for­manns at­vinnu­vega­nefnd­ar í þessu máli er Alþingi, at­vinnu­vega­nefnd og for­mann­in­um sjálf­um til vansa og hann og þeir þrír þing­menn sem tóku þátt í þess­ari vinnu... eiga að biðja Alþingi op­in­ber­lega af­sök­un­ar á fram­komu sinni í þessu máli,“ seg­ir í bók­un­inni.

Haft var eft­ir Birni Val Gísla­syni fyr­ir nokkru að Þór hefði lýst því yfir á fundi í sum­ar­byrj­un að hann myndi ekki taka þátt í störf­um hóps­ins enda teldi hann hóp­inn ekki hafa þing­legt umboð til að starfa. Björn Val­ur sagði einnig þá að það væri tæp­ast við hæfi að færa menn til fund­ar í bönd­um og gegn þeirra vilja.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: