Evrópumálunum ýtt til hliðar?

Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forætisráðherra.
Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forætisráðherra. mbl.is/Ragnar Axelsson

Verið er að ýta Evr­ópu­mál­un­um til hliðar í ís­lensk­um stjórn­mál­um að mati Þor­steins Páls­son­ar, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra og full­trúa í samn­inga­nefnd Íslands vegna um­sókn­ar­inn­ar um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið.

Þetta kem­ur fram í grein sem hann skrif­ar í Frétta­blaðið í dag en þar seg­ir hann meðal ann­ars að formaður Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs, Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, komi nú fram sem póli­tísk­ur leiðtogi rík­is­stjórn­ar­sam­starfs­ins og bjóði Fram­sókn­ar­flokkn­um að taka þátt í að úti­loka Sjálf­stæðis­flokk­inn frá rík­is­stjórn­arþátt­töku.

Þor­steinn seg­ir Stein­grím geta þetta vegna þeirr­ar til­slök­un­ar í Evr­ópu­mál­um sem hafi átt sér stað hjá for­manni Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur for­sæt­is­ráðherra. „Sú mál­efna­lega sveigja ræðst al­farið af því að vinstri arm­ur­inn hef­ur nú bæði tögl og hagld­ir í flokkn­um. Þetta þýðir að í Sam­fylk­ing­unni er verið að ýta þeim til hliðar sem vilja að heild­ar­efna­hags­stefn­an ráðist af mark­miðinu um upp­töku evru,“ seg­ir Þor­steinn.

Þá seg­ir hann að í Sjálf­stæðis­flokkn­um sé verið að ýta þeim til hliðar sem vilja ljúka aðild­ar­viðræðunum við Evr­ópu­sam­bandið og þegar sé búið að því inn­an Fram­sókn­ar­flokks­ins.

mbl.is