Fyrsta verk að stöðva viðræðurnar

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, á landsfundi flokksins fyrir ári.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, á landsfundi flokksins fyrir ári. mbl.is/Árni Sæberg

Fyrsta verk Bjarna Bene­dikts­son­ar, for­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins, í Evr­ópu­mál­um fari svo að hann leiði rík­is­stjórn lands­ins að lokn­um þing­kosn­ing­un­um næsta vor verður að stöðva viðræðurn­ar um inn­göngu Íslands í Evr­ópu­sam­bandið. Þetta kom fram í kvöld­frétt­um Stöðvar 2.

Bjarni sagði að hann myndi fylgja þeirri stefnu sem samþykkt hefði verið á síðasta lands­fundi Sjálf­stæðis­flokks­ins haustið 2011 en þar er gert ráð fyr­ir því að hlé verði gert á viðræðunum og þær ekki hafn­ar aft­ur nema með samþykki meiri­hluta kjós­enda í þjóðar­at­kvæðagreiðslu. Þá sagði hann að í aðdrag­anda slíkr­ar kosn­ing­ar myndi hann leggja til að viðræðunum yrði slitið.

Þor­gerður út­skýri um­mæl­in

Bjarni var enn­frem­ur spurður út í þau um­mæli Þor­gerðar Katrín­ar Gunn­ars­dótt­ur, fyrr­ver­andi vara­for­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins, ný­verið þess efn­is að flokk­ur­inn mætti ekki verða Teboðshreyf­ing Íslands en þar vísaði hún til hægris­innaðrar stjórn­mála­hreyf­ing­ar í Banda­ríkj­un­um sem kall­ast Tea Party Mo­vement.

Bjarni sagði að Þor­gerður yrði að út­skýra um­mæli sín enda ætti það starf sem fram færi inn­an Sjálf­stæðis­flokks­ins ekki sam­leið með þeirri hreyf­ingu sem hann tók und­ir að væri öfga­hreyf­ing.

mbl.is