Ágreiningur um gildi álits

mbl.is/Ómar

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, tel­ur að niðurstaða trúnaðarmanna­hóps stjórn­mála­flokka um stjórn fisk­veiða sé ekki bind­andi við end­ur­skoðun fisk­veiðifrum­varps­ins. Fara þurfi yfir niður­stöðuna en mikið vanti á að heild­ar­sam­komu­lag hafi náðst í hópn­um.

Magnús Orri Schram, þing­flokks­formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði í sam­tali við RÚV á laug­ar­dag að grein­ar­gerðin væri ekki grund­völl­ur að sam­komu­lagi á milli flokk­anna um breyt­ing­ar á fisk­veiðistjórn.

Ein­ar K. Guðfinns­son alþing­ismaður, sem sat í trúnaðarmanna­hópn­um, sagði odd­vita stjórn­ar­flokk­anna hafa gefið af­drátt­ar­lausa yf­ir­lýs­ingu í sum­ar um að það sem næðist sam­komu­lag um í hópn­um yrði lagt til grund­vall­ar frum­varpi um stjórn fisk­veiða í haust.

Aðspurður hvort ekki hefði verið átt við heild­ar­sam­komu­lag seg­ir Ein­ar í Morg­un­blaðinu í dag, að það hefði verið bor­in von að ná því.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: