„Ég fylgist með þessu og hlusta á það sem kemur fram í þessu og heyri frá þessu fólki sem þarna er að tala, þannig að meira held ég að ég hafi ekki að segja á þessu stigi.“
Þetta segir Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra, spurður út í fyrstu viðbrögð sín við þeirri hörðu gagnrýni sem komið hefur fram vegna launahækkunar sem ráðherrann ákvað nýlega að veita Birni Zoëga, forstjóra Landspítalans.
Að sögn Guðbjarts fylgist hann með fréttum af Landspítalanum. Á meðal þeirra félagasamtaka sem gagnrýnt hafa launahækkunina eru Læknafélag Íslands, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga og Sjúkraliðafélag Íslands.