„Ólögmætar hótanir ESB“

Jón Bjarnason
Jón Bjarnason Ómar Óskarsson

Jón Bjarna­son, þingmaður VG og fv. sjáv­ar­út­vegs­ráðherra, tel­ur Evr­ópu­sam­bandið ekki geta farið með refsiaðgerðir á hend­ur Íslend­ing­um vegna mak­ríl­deil­unn­ar. Sam­bandið hóti „ólög­mæt­um aðgerðum gegn Íslandi sem ís­lensk stjórn­völd hljóti að mót­mæla kröft­ug­lega“.

Eins og komið hef­ur fram samþykktu ráðherr­ar sjáv­ar­út­vegs­mála inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins á fundi sín­um í Brus­sel í dag nýj­ar regl­ur sem beitt verður til að refsa Íslend­ing­um og Fær­ey­ing­um fari þeir ekki að vilja ESB í mak­ríl­deil­unni.

ESB-þingið samþykkti regl­urn­ar fyrr í þess­um mánuði en þær eiga sér lang­an aðdrag­anda.

„Eins og ég hef áður sagt þá eiga strand­rík­in sama rétt til veiða inn­an lög­sögu sinn­ar og bera sömu ábyrgð sé veitt um­fram ráðgjöf þannig að hætta stafi af. Evr­ópu­sam­bandið get­ur því ekki beitt aðgerðum gegn einu strand­ríki um­fram önn­ur sem veiða mak­ríl, á grund­velli þess­ar­ar samþykkt­ar sinn­ar. Ástæðan er jafn­ræðis­regl­an sem sam­band­inu ber að virða. Enn og aft­ur er Evr­ópu­sam­bandið með hót­an­ir til Íslands um leið og það teng­ir mak­ríl­deil­una og ESB-um­sókn­ina stöðugt sam­an. Þetta snýst um hót­an­ir en ekki mál­efna­lega nálg­un,“ seg­ir Jón Bjarna­son.

mbl.is