Ráðherraráðið samþykkir refsiaðgerðir

Wikipedia

„Þessi reglu­gerð skap­ar um­gjörð sem ger­ir Evr­ópu­sam­band­inu kleift að grípa til aðgerða til þess að vernda fiski­stofna fyr­ir ríkj­um sem stunda ósjálf­bæra veiðar á stofn­um sem þau deila með sam­band­inu.“

Þetta seg­ir í yf­ir­lýs­ingu frá ráðherr­aráði Evr­ópu­sam­bands­ins vegna samþykkt­ar ráðsins í morg­un á reglu­gerð sem heim­il­ar sam­band­inu að grípa til víðtækra refsiaðgerða gegn ríkj­um sem það tel­ur stunda ósjálf­bær­ar veiðar á fiski­stofn­um sem það deil­ir með öðrum ríkj­um.

Frum­varp að reglu­gerðinni var áður samþykkt með 659 at­kvæðum gegn 11 í Evr­ópuþing­inu fyrr í þess­um mánuði en fram kem­ur í yf­ir­lýs­ingu ráðherr­aráðsins að hægt verði að beita reglu­gerðinni þegar hún hafi verið und­ir­rituð og birt í lög­birt­inga­blaði Evr­ópu­sam­bands­ins.

Enn­frem­ur er lögð á það áhersla í yf­ir­lýs­ingu ráðherr­aráðsins að þær refsiaðgerðir sem kunni að verða gripið til stand­ist alþjóðalög, gangi ekki lengra en nauðsyn krefji og gefi þeim ríkj­um sem þeim er beint gegn tæki­færi til þess að skýra af­stöðu sína og bæta ráð sitt.

Evr­ópu­sam­bandið hef­ur lagt áherslu á að um­rædd laga­setn­ing sé ekki sér­stak­lega beint gegn Íslandi og Fær­eyj­um vegna mak­ríl­deil­unn­ar en í yf­ir­lýs­ing­unni er þess getið að lok­um að reglu­gerðin kunni að nýt­ast í þeirri stöðu sem skap­ast hafi í deil­unni.

Yf­ir­lýs­ing ráðherr­aráðsins

mbl.is