Refsiaðgerðir náist ekki samkomulag í október

Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri ESB.
Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri ESB. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Fram kem­ur á frétta­vefn­um Agence Europe í dag að nokk­ur ríki Evr­ópu­sam­bands­ins hafi farið fram á það á fundi ráðherr­aráðs sam­bands­ins í gær­morg­un að næðist ekki sam­komu­lag í mak­ríl­deil­unni á fundi strand­ríkja við Norðaust­ur-Atlants­haf sem fyr­ir­hugaður er í London 22. októ­ber næst­kom­andi yrði fram­kvæmda­stjórn þess að grípa til harðra aðgerða gegn Íslend­ing­um og Fær­ey­ing­um og þar með talið viðskiptaþving­ana.

Í frétt­inni seg­ir að á meðal þeirra ríkja sem hafi sett fram þessa kröfu séu Bret­land, Spánn, Írland, Frakk­land, Portúgal og Belg­ía en ráðherr­aráð Evr­ópu­sam­bands­ins samþykkti í gær reglu­gerð sem heim­il­ar því að grípa til refsiaðgerða gegn ríkj­um sem það tel­ur stunda ósjálf­bær­ar veiðar á fiski­stofn­um sem þau deila með sam­band­inu. Sér­stak­lega var tekið fram í yf­ir­lýs­ingu ráðherr­aráðsins eft­ir samþykkt­ina í gær að reglu­gerðinni mætti beita í mak­ríl­deil­unni.

Haft er eft­ir Mariu Dam­anaki, sjáv­ar­út­vegs­stjóra Evr­ópu­sam­bands­ins, að sam­bandið muni standa vörð um banda­lag sitt við Nor­eg í mak­ríl­deil­unni gegn Íslandi og Fær­eyj­um og enn­frem­ur beita þeim refsiaðgerðum sem heim­ilaðar eru sam­kvæmt reglu­gerðinni þegar rétt­ar aðstæður verða fyr­ir hendi. Reglu­gerðin væri öfl­ugt vopn í deil­unni. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um mbl.is má gera ráð fyr­ir því að hægt verði að beita reglu­gerðinni eft­ir tvær vik­ur þegar hún hef­ur end­an­lega tekið gildi.

Dam­anaki sagði á heimasíðu sinni fyrr í þess­um mánuði að samn­inga­menn Evr­ópu­sam­bands­ins myndu mæta á strand­ríkja­fund­inn í októ­ber með reglu­gerðina í fartesk­inu með það að mark­miði að ná sann­gjörnu og sjálf­bæru sam­komu­lagi um mak­ríl­veiðarn­ar í Norðaust­ur-Atlants­hafi. „Það ætti að vera ljóst núna að okk­ur er full al­vara og að við get­um knúið slíkt fram.“

mbl.is