Stærð makrílstofnsins verður að endurmeta

Friðrik Arngrímsson.
Friðrik Arngrímsson. mbl.is

 Friðrik J. Arn­gríms­son, fram­kvæmda­stjóri LÍÚ, seg­ir viðbrögð Evr­ópu­sam­bands­ins og ein­stakra þing­manna Evr­ópuþings­ins í mak­ríl­deilu sam­bands­ins og Nor­egs ann­ars veg­ar og Íslend­inga og Fær­ey­inga hins veg­ar koma á óvart. Mikið ójafn­vægi sé í viðbrögðunum og bein­lín­is farið fram með gróf­ar rang­færsl­ur seg­ir Friðrik í viðtali við blaðið Sókn­ar­færi sem kom út í dag og dreift var með Morg­un­blaðinu.

„Mál­flutn­ing­ur­inn er hreint ekki yf­ir­vegaður og ein­kenn­ist af röng­um staðhæf­ing­um, eins og til dæm­is því að veiðar okk­ar séu ólög­mæt­ar. Það eru þær auðvitað ekki, ekk­ert frek­ar en veiðar Evr­ópu­sam­bands­ins sjálfs. Síðan hafa ein­stak­ir þing­menn á Evr­ópuþing­inu gengið svo langt að gera til­lög­ur um viðskipta­bann með sjáv­ar­af­urðir al­mennt,“ seg­ir Friðrik.

Stærri stofn en talið hef­ur verið

Fram­kvæmda­stjóri LÍU legg­ur þunga áherslu á vís­inda­leg­ar rann­sókn­ir á mak­ríl­stofn­in­um, göng­um hans, áhrif­um hans á vist­kerfið og sér í lagi stofn­stærð. Þetta sé eitt brýnasta verk­efni ís­lenskra vís­inda­manna um þess­ar mund­ir.

„Við vit­um að í Skotlandi, á Írlandi og jafn­vel í Nor­egi voru af­la­upp­lýsing­ar gróf­lega falsaðar sem hef­ur skekkt mat vís­inda­manna á stofn­stærð mak­ríls­ins. Ég er sann­færður um að mak­ríl­stofn­inn er um­tals­vert stærri en talið hef­ur verið. Það leiðir beint af því að upp­gefn­ar töl­ur um afla­magn, sem vís­inda­menn byggja á, sýndu aðeins hluta þess afla sem veidd­ur var. Þegar svo hátt­ar til fæst of lágt stofn­mat. Íslensk­ir vís­inda­menn þurfa að taka frum­kvæðið í því að finna raun­veru­lega stofn­stærð mak­ríls­ins að teknu til­liti til þessa. Sam­eig­in­leg­ir rann­sókna­leiðangr­ar Íslands, Fær­eyja og Nor­egs, þar sem stofn­inn er mæld­ur með svo­kallaðri trollaðferð, eru einnig mik­il­væg­ir. Því miður hef­ur Evr­ópu­sam­bandið ekki viljað taka þátt í þeim.“

Höf­um sterk rök með okk­ur

Friðrik seg­ir veiðarn­ar hafa gengið vel í sum­ar, líkt og und­an­far­in ár. Mak­ríll­inn hafi verið kom­inn vest­ur fyr­ir landið mjög snemma í ár en hins veg­ar hafi mörg skip farið seinna til veiða en á síðasta ári. „Það skýrist af ástandi mak­ríls­ins en hann verður verðmeiri þegar líður á árið. Al­mennt var þetta góð vertíð og þrátt fy“ir að verð hafi verið lægra en í fyrra þá skil­ar mak­ríll­inn mikl­um verðmæt­um í þjóðarbúið," seg­ir Friðrik og hvet­ur stjórn­völd til að halda áfram á þeirri braut sem mörkuð hafi verið af hálfu Íslend­inga í þessu máli.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina