Minna af makríl en meira af kolmunna

Makríll.
Makríll.

Alþjóðahaf­rann­sókn­ar­ráðið, ICES, legg­ur til 15,2% sam­drátt í veiðum á mak­ríl árið 2013, um­tals­verða aukn­ingu í veiðum á kol­muna og nokk­urn sam­drátt í veiðum á norsk-ís­lenskri síld. Þetta kem­ur fram í ráðgjöf stofn­un­ar­inn­ar sem birt var í dag og fjallað er um á vef LÍÚ. Ekki hef­ur náðst sam­komu­lag milli þeirra þjóða sem stunda veiðar úr stofn­in­um um
skipt­ingu afla­marks.

Ný­lokið er fundi ráðgjaf­ar­nefnd­ar Alþjóðahaf­rann­sókn­aráðsins þar sem fjallað var um ástand nokk­urra upp­sjáv­ar­fisk­stofna í Norðaust­ur-Atlants­hafi og til­lög­ur um nýt­ingu þeirra, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Haf­rann­sókna­stofn­un. 

Heim­ilt að veiða 90 þúsund tonn af vorgots­s­íld

Árgang­ar norsk-ís­lensku vorgots­s­íld­ar­inn­ar frá 1998, 1999 og 2002-2004 voru all­ir stór­ir, sem leiddi til þess að hrygn­ing­ar­stofn­inn fór vax­andi frá ár­inu 2003 og náði há­marki árið 2009, um 9 millj­ón tonn.

Rúm 52% af hrygn­ing­ar­stofn­in­um árið 2012 til­heyra ár­göng­un­um frá 2002 og 2004, en um 11% er af 2003-ár­gang­in­um. Árgang­ar yngri en 2004 eru all­ir metn­ir litl­ir og því fyr­ir­séð að afli og hrygn­ing­ar­stofn munu halda áfram að minnka á næstu árum, seg­ir í til­kynn­ingu frá Hafró.

Sam­kvæmt nýj­asta mati er hrygn­ing­ar­stofn­inn árið 2012 rúm­ar 6 millj­ón­ir tonna, sem er tæpri millj­ón tonn­um lægra en matið í fyrra. Afla­mark árið 2013 verður 619 þúsund tonn, sam­kvæmt afla­reglu, sem beitt hef­ur verið á und­an­förn­um árum.

Gert er ráð fyr­ir að hrygn­ing­ar­stofn­inn árið 2014 verði rúm­ar 4,3 millj­ón­ir tonna ef afli verður sam­kvæmt afla­reglu. Þar sem ár­gang­ar yngri en 2004 eru metn­ir litl­ir mun hrygn­ing­ar­stofn­inn minnka enn frek­ar á næstu árum og verður kom­inn und­ir varúðarmörk (Bpa=5 millj­ón tonn) árið 2014.

Hlut­deild Íslend­inga í afl­an­um árið 2013 verður um 90 þús. tonn (14,51%). Til sam­an­b­urðar var afla­markið 833 þúsund tonn árið 2012 og hlut­deild Íslands 120 þúsund tonn.

Heim­ilt að veiða 113 þúsund tonn af kol­munna

Á ár­un­um 1996-2004 var mjög góð nýliðun í kol­munna­stofn­inn, sem stækkaði veru­lega í kjöl­farið. Hrygn­ing­ar­stofn­inn stækkaði í um sjö millj­ón­ir tonna á ár­un­um 2003 og 2004, en fór minnk­andi síðan til árs­ins 2010 vegna lé­legr­ar nýliðunar. Árgang­ar 2005 til 2008 eru all­ir metn­ir ná­lægt sögu­legu lág­marki.

Mjög lít­ill afli árið 2011 og svo góð nýliðun síðustu tvö árin hef­ur orðið til þess að snúa þess­ari þróun hrygn­ing­ar­stofns við og er hann met­inn 3,8 millj­ón­ir tonn árið 2012, þ.e. einni millj­ón tonn­um stærri en árið 2011.

Vís­bend­ing­ar, bæði úr leiðöngr­um og afla, eru um að ár­gang­ar 2010 og 2011 séu stór­ir, en hversu stór­ir er ekki enn hægt að segja til um. Gert er ráð fyr­ir að hrygn­ing­ar­stofn­inn verði um 5,7 millj­ón­ir tonna árið 2014 ef afli verður sam­kvæmt afla­reglu.

Afla­mark fyr­ir 2013 verður 643 þúsund tonn sam­kvæmt afla­reglu, sem beitt hef­ur verið á und­an­förn­um árum. Þar af er hlut­deild Íslend­inga um 113 þús. tonn (17,6%). Til sam­an­b­urðar þá var afla­mark fyr­ir árið 2012 um 391 þúsund tonn og hlut­deild Íslend­inga 69 þúsund tonn, sam­kvæmt til­kynn­ingu frá Hafró.

Fá að veiða 150 þúsund tonn af mak­ríl

Stærð hrygn­ing­ar­stofns mak­ríls var met­in um 2,2 millj­ón­ir tonna á ár­un­um 1980-2001, en minnkaði síðan í um um 1,7 millj­ón­ir tonna á ár­un­um 2002-2004. Frá 2004 fór stofn­inn vax­andi og var um 3 millj­ón­ir tonna á ár­un­um 2009-2011.

Hrygn­ing­ar­stofn­inn er nú met­inn vera um 2,7 millj­ón­ir tonna árið 2012. Stærð hrygn­ing­ar­stofns mak­ríls er met­inn út frá afla­gögn­um og magni mak­rí­leggja. Magn og út­breiðsla eggj­anna er met­in í fjölþjóðleg­um leiðöngr­um á þriggja ára fresti. Síðasti leiðang­ur­inn var far­inn 2010 og tóku Íslend­ing­ar þá þátt í hon­um í fyrsta sinn. Næsti leiðang­ur fer fram árið 2013.

Árgang­arn­ir frá 2002, 2005 og 2006 eru all­ir metn­ir mjög stór­ir. Árgang­arn­ir frá 2007 og 2008 eru tald­ir vera ná­lægt meðaltali. Ekki liggja enn fyr­ir nægj­an­leg­ar upp­lýs­ing­ar þannig að hægt sé að meta stærð ár­gang­anna frá 2009-2011. Ef afli verður sam­kvæmt afla­reglu árið 2013 þá er gert ráð fyr­ir að hrygn­ing­ar­stofn­inn verði um 2,6 millj­ón­ir tonna árið 2014.

Í júlí-ág­úst 2012 fór fram í fjórða sinn sam­eig­in­leg­ur rann­sókn­ar­leiðang­ur þriggja þjóða (Íslend­ing­ar, Norðmenn og Fær­ey­ing­ar) í Norðaust­ur-Atlants­hafi þar sem m.a. út­breiðsla og magn mak­ríls voru kort­lögð á meðan á æt­is­göng­um mak­ríls um norður­höf stóð. Enn sem komið er er tímaröðin of stutt til þess að hægt sé að nota vísi­töl­ur leiðangr­anna til sam­still­ing­ar í stofn­mati mak­ríls.

Sam­kvæmt afla­reglu, sem beitt hef­ur verið á und­an­förn­um árum, er afla­mark fyr­ir árið 2013 frá 497-542 þúsund tonn. Til sam­an­b­urðar var afla­mark fyr­ir árið 2012 586-639 þúsund tonn og áætlaður heild­arafli um 930 þús. tonn. Þar af er afli Íslend­inga áætlaður um 150 þús. tonn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina