Viðskiptaaðgerðir, aðrar en löndunarbann á fiskiskip vegna tegunda sem deilt er um í makríldeilunni, eru brot á EES-samningnum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu fulltrúa Íslands í sameiginlegu EES-nefndinni og fastanefnd EFTA.
Fulltrúi Íslands lagði í dag og gær fram yfirlýsingu í sameiginlegu EES-nefndinni og fastanefnd EFTA í Brussel, vegna nýlegrar samþykktar ráðherraráðs Evrópusambandsins og Evrópuþingsins um heimildir til samþykktar viðskiptaaðgerða gagnvart þriðju ríkjum vegna meintra ósjálfbærra veiða úr sameiginlegum fiskistofnum.
Þar bendir Ísland á að viðskiptaaðgerðir, aðrar en löndunarbann á fiskiskip vegna tegunda sem deilt er um, séu brot á EES-samningnum. Þetta kemur fram í frétt frá utanríkisráðuneytinu.