Viðskiptaaðgerðir brot á EES-samningi

Makríll.
Makríll.

Viðskiptaaðgerðir, aðrar en lönd­un­ar­bann á fiski­skip vegna teg­unda sem deilt er um í mak­ríl­deil­unni, eru brot á EES-samn­ingn­um. Þetta kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu full­trúa Íslands í sam­eig­in­legu EES-nefnd­inni og fasta­nefnd EFTA.

Full­trúi Íslands lagði í dag og gær fram yf­ir­lýs­ingu í sam­eig­in­legu EES-nefnd­inni og fasta­nefnd EFTA í Brus­sel, vegna ný­legr­ar samþykkt­ar ráðherr­aráðs Evr­ópu­sam­bands­ins og Evr­ópuþings­ins um heim­ild­ir til samþykkt­ar viðskiptaaðgerða gagn­vart þriðju ríkj­um vegna meintra ósjálf­bærra veiða úr sam­eig­in­leg­um fiski­stofn­um.

Þar bend­ir Ísland á að viðskiptaaðgerðir, aðrar en lönd­un­ar­bann á fiski­skip vegna teg­unda sem deilt er um, séu brot á EES-samn­ingn­um. Þetta kem­ur fram í frétt frá ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina