Ókeypis Ásgeir Trausti

Ásgeir Trausti.
Ásgeir Trausti. Gudmundur Vigfusson

Einn af stærri bakhjörlum Airwaves-hátíðarinnar, Síminn, ætlar alla miðvikudaga í október fram að hátíðinni að standa fyrir tónleikum á Faktorý. Á þessari upphitunartónleikaröð mun íslenskt tónlistarfólk sem kemur fram á Airwaves spila fyrir tónlistarunnendur og er aðgangur ókeypis.

Í kvöld munu Ásgeir Trausti og Snorri Helgason troða upp og er öllum frjálst að mæta á meðan húsrúm leyfir. Það má því reikna með mikilli gleði í kvöld klukkan 22.00 þegar tónleikarnir hefjast.

mbl.is