Svaf með gítar, ekki bangsa

Ásgeir Trausti er sveitastrákur sem ætlaði sér aldrei að flytja til Reykjavíkur en hefur tekið borgina í sátt með árunum. Hann og Snorri Helgason troða upp á Faktorý í kvöld og byrja herlegheitin kl. 22:00. 

Næstu þrjár vikur munu svo íslenskir tónlistarmenn spila á miðvikudagskvöldum á skemmtistaðnum Faktorý sem einskonar upphitun fyrir Airwaves hátíðina sem stendur yfir frá 31. október til 4. nóvember í ár.  

mbl.is