Makríllinn tefur ESB-viðræður

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra.
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra. Ljósmynd/Europa.eu

Ut­an­rík­is­ráðherra seg­ir ljóst að mak­ríl­deil­an hafi spilað inn í viðræður Íslands um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu. Það sjá­ist á þeim töf­um sem orðið hafa á opn­un kafl­ans um sjáv­ar­út­vegs­mál. Hann seg­ir það mik­il von­brigði. Þetta kom fram í umræðu um stöðu aðild­ar­viðræðnanna á Alþingi í dag.

Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks, hóf umræðuna og benti á að meira en tvö ár séu síðan viðræðurn­ar hóf­ust. Átján kafl­ar hafi verið opnaðir af 35 og tíu lokað tíma­bundið. Aðeins einn þeirra heyri ekki und­ir EES-samn­ing­inn og erfiðustu kafl­arn­ir séu enn eft­ir. 

Hún sagði full­yrðing­ar um að viðræðurn­ar væru á áætl­un sér­stak­ar en kannski væri auðvelt að halda áætl­un sem sí­fellt tek­ur breyt­ing­um. Hún sagði viðræðunum lík­lega ekki ljúka fyrr en talið væri víst að samn­ing­ur um aðild yrði samþykkt­ur hér á landi.

Þá spurði hún ráðherra meðal ann­ars að því hvaða Evr­ópu­sam­band það væri sem Ísland sækt­ist eft­ir aðild að. Það væri ekki það sam­band sem til er í dag, hugs­an­lega yrði það sam­bands­ríki.

Össur Skarp­héðins­son ut­an­rík­is­ráðherra sagði það hafa vakið at­hygli sína að Ragn­heiður Elín hefði ekki gert að umræðuefni þá kröfu Sjálf­stæðis­flokks­ins að slíta beri viðræðunum. Það sé í fyrsta skipti í marga mánuði sem það sé ekki gert.

Ráðherra sagðist gera ráð fyr­ir að 29 kafl­ar hafi verið opnaðir um ára­mót og samn­ing­um lokið um helm­ing þeirra. Erfiðu kafl­arn­ir yrðu þá opnaðir á næsta ári. Hann sagðist telja þetta góðan gang í viðræðunum.

Þá sagði Össur að miðað við síðustu fregn­ir frá ESB væri það ekki sam­bands­ríki sem Ísland væri að sækja um aðild að.

Meðal þeirra sem tóku þátt í umræðunni var Vig­dís Hauks­dótt­ir, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks. Hún sagði málið verða kosið burtu í næstu kosn­ing­um fengju þeir flokk­ar sem and­víg­ir eru aðild að Evr­ópu­sam­band­inu meiri­hluta. Þannig væri hægt að losna við þetta mál fyr­ir fullt og allt, „þessa ESB-um­sókn­ar-mar­tröð“.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina