Vona að Íslendingar og Færeyingar láti segjast

„Stefna Skot­lands er sem fyrr sú að besta leiðin fram á við sé að ná sam­komu­lagi um mak­ríl­veiðarn­ar á milli aðila máls­ins og við von­um að þær viðræður sem fyr­ir­hugaðar eru síðar í þess­um mánuði leiði til þess að samn­ing­ar ná­ist.“

Þetta seg­ir Tom Whitt­les, fjöl­miðlafull­trúi sjáv­ar­út­vegs­ráðuneyt­is Skot­lands, í sam­tali við mbl.is spurður um það hvernig mak­ríl­deil­an á milli ann­ars veg­ar Íslend­inga og Fær­ey­inga og hins veg­ar Evr­ópu­sam­bands­ins og Nor­egs horfi við skosk­um stjórn­völd­um eins og staðan er í dag.

Whitt­les vís­ar í því sam­bandi í fyrri um­mæli Rich­ards Lochhead, sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Skot­lands, um deil­una, þess efn­is að hann ráðherr­ann voni að fund­in verði lend­ing í deil­unni á fundi strand­ríkja við Norðaust­ur-Atlants­haf sem fyr­ir­hugaður er í London 22. októ­ber næst­kom­andi. Íslend­ing­ar og Fær­ey­ing­ar taki þá von­andi af al­vöru þátt í viðræðum um lausn á mál­inu og átti sig á því að það skaði alla aðila máls­ins ef þeir haldi áfram að veiða mak­ríl­stofn­inn á óá­byrg­an hátt.

Ráðherr­ann hafi lagt áherslu á að það hafi tekið alltof lang­an tíma að fá það samþykkt á vett­vangi Evr­ópu­sam­bands­ins að sam­bandið fengi nauðsyn­leg úrræði til þess að beita refsiaðgerðum í deil­unni ef þurfa þætti en von­andi hefði það áhrif á Íslend­inga og Fær­ey­inga að þeir kynnu að verða beitt­ir slík­um aðgerðum ef þeir tækju ekki þátt í því fyr­ir al­vöru að finna lausn á deil­unni.

„En ef Íslend­ing­ar og Fær­ey­ing­ar halda áfram að taka sér of mikl­ar afla­heim­ild­ir þá verður Evr­ópu­sam­bandið að mæta því með refsiaðgerðum,“ seg­ir Whitt­les.

mbl.is