Ögmundur vill ESB-kosningu í vor

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra.
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra. Kristinn Ingvarsson

„Mín afstaða er al­veg skýr. Ég tel að okk­ur beri lýðræðis­leg skylda til að veita þjóðinni aðgang að þessu máli áður en kjör­tíma­bilið er úti,“ seg­ir Ögmund­ur Jónas­son, inn­an­rík­is­ráðherra, sem vill þjóðar­at­kvæðagreiðslu í vor um hvort halda beri viðræðum við Evr­ópu­sam­bandið áfram.

„Þannig að ég hef verið því fylgj­andi og hef beitt mér fyr­ir því inn­an stjórn­ar­meiri­hlut­ans að sú afstaða verði ofan á. Í öðru lagi er það svo að þótt menn hafi kom­ist að til­tek­inni niður­stöðu í upp­hafi kjör­tíma­bils­ins að þá taka slík­ar skuld­bind­ing­ar til þessa kjör­tíma­bils og renna því út við lok þess. Það var aldrei ætl­un­in að fara inn í margra kjör­tíma­bila skak um þetta mál,“ seg­ir Ögmund­ur .

Ljóst er að taka þarf ákvörðun um þjóðar­at­kvæði á næstu vik­um eigi slík kosn­ing að fara fram fyr­ir þing­kosn­ing­arn­ar í apríl, líkt og Ögmund­ur vill, í ljósi laga­legr­ar skyldu um fyr­ir­vara þar um. Má fræðast um þá fyr­ir­vara í 4. grein laga um þjóðar­at­kvæðagreiðslur hér.

Verður vægt til orða tekið erfitt mál

- Verður um­sókn­in erfið fyr­ir VG ef málið fer opið inn í kosn­ing­ar?

„Það er mjög vægt til orða tekið.“

- Er verið að ganga lengra í þess­um mál­um en þið í VG féllust á?

„Það var aldrei mein­ing­in að fara með þetta inn í mörg kjör­tíma­bil, aldrei mein­ing­in. Ekki held­ur að und­ir­gang­ast aðlög­un­ar­ferli í þeim mæli sem krafa hef­ur verið gerð um. Síðan er það hitt að aðstæður hafa gjör­breyst frá því við lögðum upp í þessa för. Evr­ópu­sam­bandið hef­ur lent í gríðarleg­um hremm­ing­um og hér inn­an­lands hafa svo aft­ur komið upp aðstæður sem gera okk­ur ekki einu sinni kleift að fram­fylgja EES-samn­ingn­um varðandi fjár­magns­flutn­inga.

Íslensk­ir hags­mun­ir leyfa ekki af­nám gjald­eyr­is­hafta - og þar með frjálsa fjár­magns­flutn­inga við þær aðstæður sem við búum við. Það er mjög hol­ur tónn í því að sitja við samn­inga­borð þar sem það er sett fram sem for­gangs­verk­efni Íslend­inga að taka upp evru og aflétta gjald­eyr­is­höft­um. Við hljót­um að horfa til aðstæðna og hvernig þær hafa breyst. Það höf­um við gert í öðrum mál­um sem stjórn­arsátt­mál­inn kveður á um. Það hef­ur aldrei þótt heilsu­sam­legt að berja höfðinu við stein­inn.“

Össur sann­færi Íslend­inga um kosti evr­unn­ar

- Hvernig bregstu við þeim um­mæl­um Öss­ur­ar í gær að evr­an sé að styrkj­ast?

„Ef þetta er hans skoðun þá tal­ar hann vænt­an­lega fyr­ir henni í þjóðar­at­kvæðagreiðslu og aðdrag­anda henn­ar. Ef Öss­uri Skarp­héðins­syni þykir evr­an spenn­andi val­kost­ur fyr­ir Ísland þá reyn­ir hann vænt­an­lega að sann­færa okk­ur um að svo sé. Ég held hins veg­ar að róður hans gæti orðið nokkuð þung­ur. En ég spyr hann og aðra sem telja sig hafa svona fín­an málstað að verja: Hvað er að ótt­ast við að þjóðin komi að mál­inu og kveði upp úr með hvað er rétt að gera í þessu deilu­máli sem þjóðin ein hef­ur umboð til að leiða til lykta?“

- Viltu þjóðar­at­kvæðagreiðslu um ESB sam­hliða þing­kosn­ing­um?

„Ég hefði helst viljað fá hana fyrr. Ég hefði talið það heppi­legra og ég hef talað fyr­ir því inn­an stjórn­ar­meiri­hlut­ans.“

mbl.is