Segir flokksfélaga í jójó-leik

Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis.
Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

„Ef menn ætla að fara að stunda það að draga til baka og sækja um aft­ur eft­ir því hvernig vind­ar blása  geta menn verið í svo­leiðis jójó-leik enda­laust,“seg­ir Árni Þór Sig­urðsson, þingmaður VG og formaður ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar Alþing­is, um það sjón­ar­mið margra flokks­bræðra sinna að leggja beri aðild­ar­um­sókn­ina að Evr­ópu­sam­band­inu til hliðar í ljósi breyttra aðstæðna.

Hinn 13. ág­úst sl. lýsti Árni Þór því yfir á fundi ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar að eðli­legt væri að all­ir flokk­ar end­ur­mætu af­stöðuna til ESB-um­sókn­ar­inn­ar, í ljósi umróts í Evr­ópu. Nokkr­um dög­um síðar var málið á dag­skrá á flokks­ráðsþingi VG á Hól­um í Hjalta­dal en síðan hef­ur lítið farið fyr­ir umræðu um málið inn­an VG. Árni Þór boðar frek­ari umræðu um málið.

„Ég tel ein­fald­lega að þetta sé mál sem við eig­um að fjalla um núna á næst­unni, á þessu hausti. Hver staðan ná­kvæm­lega er og hver lík­leg þróun er, það er það sem við töluðum um á okk­ar flokks­ráðsfundi og það er það í raun sem ég er að tala fyr­ir að við ger­um.“

Ekki hægt að tíma­setja lok viðræðna

- Hvenær tel­urðu raun­hæft að við get­um séð aðild­ar­samn­ing við ESB?

„Ég tel að það sé ekki hægt að setja neina tíma­setn­ingu í því máli ákveðið. En ég tel að það séð útséð um að það verði samn­ing­ur á þessu kjör­tíma­bili. Þegar málið var samþykkt 2009 var rætt við mig af mörg­um fjöl­miðlum, ekki síst er­lend­um, og þá sýn­ist mér að ég hafi sagt al­mennt að ég teldi ekki lík­legt að þetta mál yrði komið til af­greiðslu fyrr en 2013.

Það var mitt mat þá. Frek­ar hef­ur nú ferlið taf­ist held­ur en hitt. Þannig að ég tel að það sé dá­lítið í það að þetta klárist. Sér­stak­lega erum við með þessa þungu kafla eft­ir eins og sjáv­ar­út­veg­inn, sem er auðvitað ógern­ing­ur að gera sér grein fyr­ir hvað gæti tekið lang­an tíma.“

Leysi mak­ríl­deil­una fyrst

- Össur Skarp­héðins­son ut­an­rík­is­ráðherra sagði í þing­ræðu í gær að mak­ríl­deil­an væri að tefja opn­un sjáv­ar­út­vegskafl­ans. Það stefndi ekki í að samn­ing­ur lægi ekki fyr­ir fyrr en í fyrsta lagi á fyrri hluta árs 2014?

„Það kann vel að vera. Ég tel sjálf­ur að það gæti verið skyn­sam­legt að reyna að leiða það deilu­efni til lykta áður en menn vinda sér í sjáv­ar­út­vegskafl­ann. En auðvitað geta verið skipt­ar skoðanir um það.“

- Hvernig held­urðu að gras­rót­in hjá VG og stuðnings­menn flokks­ins úti um allt land muni taka því að þetta mál sé að fara inn á næsta kjör­tíma­bil? Hef­urðu áhyggj­ur af því að hver viðbrögðin kunna að verða?

„Ég hef í sjálfu sér ekki mikl­ar áhyggj­ur af því vegna þess að það eru auðvitað skipt­ar skoðanir um það hvernig eigi að standa að þessu máli í fram­hald­inu, bæði í okk­ar flokki og víðar í fleiri flokk­um. Það sem mér finnst vera mest áber­andi er það viðhorf að það sé eðli­legt og skyn­sam­leg­ast að ljúka viðræðunum og bera samn­ingsniður­stöðu und­ir þjóðina. Það er það viðhorf sem ég heyri mest í kring­um mig.“

Um ákveðnar sér­lausn­ir að ræða

- Tel­ur þú raun­hæft að hægt sé að fá aðild­ar­samn­ing nú þegar? Tek­ur þú und­ir það sjón­ar­mið  Guðfríðar Lilju Grét­ars­dótt­ur, flokks­syst­ur þinn­ar, að nú þegar sé ljóst hvað fel­ist í aðild?

„Já, ég tel að þau séu ekki byggð á staðreynd­um. Ég held að menn hljóti nú að vita það. Þegar menn segja að það liggi allt fyr­ir nú þegar eru þeir vænt­an­lega að vísa til þess að menn viti nokk­urn veg­inn hvernig Evr­ópu­sam­bandið er í dag.

En viðræðurn­ar ganga auðvitað út á það að ræða um ákveðnar sér­lausn­ir miðað við þá hags­muni sem við höf­um lýst, bæði í vinnu ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar á sín­um tíma og síðan í samn­ingsaf­stöðu í ein­stök­um köfl­um og það ligg­ur auðvitað ekki fyr­ir niðurstaða í því.“

Geta verið í enda­laus­um jójó-leik

- Hvað um það sjón­ar­mið margra flokks­bræðra þinna að ólg­an í Evr­ópu og þær breyt­ing­ar sem séu hugs­an­lega að verða í Evr­ópu­sam­band­inu þýði að það beri að draga um­sókn­ina til baka og sækja um þegar ljóst er hvernig sam­bandið hef­ur breyst?

„Það er nátt­úr­lega þannig að Evr­ópu­sam­bandið er háð sí­felld­um breyt­ing­um. Ef menn ætla að fara að stunda það að draga til baka og sækja um aft­ur eft­ir því hvernig vind­ar blása  geta menn verið í svo­leiðis jójó-leik enda­laust. Við vit­um ekk­ert hvernig staðan verður.

Gef­um okk­ur það að samn­ingsniðurstaða lægi fyr­ir snemma árs 2014. Vit­um við eitt­hvað hvernig staðan í efna­hags­mál­um Evr­ópu verður þá? Nei, við vit­um það ekki. Það verður bara að hafa sinn gang og þjóðin tek­ur af­stöðu út frá þeirri samn­ingsniður­stöðu sem fyr­ir ligg­ur og þeim aðstæðum sem þá eru upp í Evr­ópu og hér heima. Mér finnst það eðli­legt að hafa þann gang í mál­inu,“ seg­ir Árni Þór Sig­urðsson.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina