Óttast ofurskatta

mbl.is/ÞÖK

Til greina kem­ur að afla­heim­ild­ir verði leigðar frá Gríms­ey til að mæta kostnaði við veiðigjöld­in.

„Þess­ir of­ur­skatt­ar, eins og ég kalla veiðigjöld­in, eru meira en ein millj­ón króna á hvert manns­barn hérna. Þá er ég að tala um hvað sam­fé­lagið þarf að borga, börn og gam­al­menni og allt þar á milli, fyr­ir að fá að veiða fisk­inn sem synd­ir hérna við eyna,“ seg­ir Garðar Ólason, út­gerðarmaður í Gríms­ey, um veiðigjöld­in.

Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir hann að Sig­ur­björn ehf., fyr­ir­tæki hans og Gylfa Gunn­ars­son­ar, hafi fengið reikn­ing upp á um 28 millj­ón­ir króna um mánaðamót­in, þar af fari um 19 millj­ón­ir í sér­stakt veiðigjald. Sér­staka veiðigjaldið gæti reynd­ar lækkað vegna vaxta­kostnaðar Gríms­ey­inga við kaup á afla­heim­ild­um. Fyrstu af­borg­un veiðigjalda fisk­veiðiárs­ins var í gær frestað um sex vik­ur þar sem unnið er að út­færslu á þessu ákvæði.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina