Alltaf að breytast

Stefnt var að hraðferð Íslands inn í sambandið. Annað kom …
Stefnt var að hraðferð Íslands inn í sambandið. Annað kom hins vegar á daginn. mbl.is/reuters

Áður en gengið var til þing­kosn­inga í apríl 2009 bundu marg­ir for­ystu­manna Sam­fylk­ing­ar og stuðnings­manna þeirra von­ir við að sótt yrði um aðild að ESB og aðild­ar­ferl­inu síðan lokið snemma á kjör­tíma­bil­inu.

Má þar nefna að Árni Páll Árna­son, þingmaður Sam­fylk­ing­ar, sá fyr­ir sér að samn­ing­ar kynnu að liggja fyr­ir snemma sum­ars 2010.

Eft­ir að Alþingi samþykkti að senda inn aðild­ar­um­sókn 16. júlí 2009 tók hins veg­ar að bera á því sjón­ar­miði að Ices­a­ve-deil­an tefði för vegna and­stöðu deiluþjóðanna við inn­göngu Íslands í ESB.

Síðar á kjör­tíma­bil­inu var mak­ríl­deil­an sögð tefja ferlið, sjón­ar­mið sem Össur Skarp­héðins­son ut­an­rík­is­ráðherra hafnaði. Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir, að síðan Árni Páll spáði hraðferð í ESB hafa tíma­áætlan­ir aðild­ar­samn­ings stöðugt breyst og hef­ur óviss­an um lok viðræðna e.t.v. aldrei verið meiri en nú.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: