Gagnrýnir áform um refsiaðgerðir

Árni Þór Sigurðsson.
Árni Þór Sigurðsson.

Árni Þór Sig­urðsson, formaður ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar Alþing­is, gagn­rýndi harðlega áform Evr­ópu­sam­bands­ins um refsiaðgerðir gagn­vart Íslandi, á fundi Evr­ópu­nefnda þjóðþinga ESB og um­sókn­ar­ríkja á Kýp­ur í dag.

Í ávarpi sínu gerði Árni Þór Sig­urðsson að meg­in­um­tals­efni samþykkt Evr­ópuþings­ins og ráðsins um refsiaðgerðir vegna fisk­veiða. Hann hóf mál sitt á að vísa stutt­lega til stöðu aðild­ar­viðræðna, sem hefðu gengið nokkuð vel, 18 kafl­ar hefðu verið opnaðir og 10 þegar lokað. Ekki hefðu komið fram skýr­ing­ar á töf­um á opn­un sjáv­ar­út­vegskafl­ans, að því er seg­ir í til­kynn­ingu.

Reglu­gerð Evr­ópuþings­ins um refsiaðgerðir vegna fisk­veiða væri áhyggju­efni og ylli veru­leg­um von­brigðum vegna, að því er virt­ist, aug­ljósr­ar teng­ing­ar henn­ar við mak­r­íl­málið.

Ákvæði reglu­gerðar­inn­ar væru í bága við samþykkt­ir Alþjóðaviðskipta­stofn­un­ar­inn­ar (WTO), við meg­in­regl­ur innri markaðar­ins sem Ísland væri hluti af, og sér­stak­lega við bók­un 9 við EES-samn­ing­inn.

Árni Þór minn­ir á að Íslend­ing­ar hafi stundað ábyrga og sjálf­bæra nýt­ingu auðlinda hafs­ins á meðan sjáv­ar­út­vegs­stefna ESB hafi ekki fagnað sama gengi, held­ur leitt til of­veiði með til­heyr­andi hruni fisk­stofna. Nauðsyn­legt væri að taka til­lit til hags­muna allra strand­ríkja í mál­inu til að ná sann­gjörnu sam­komu­lagi um nýt­ingu mak­ríls­stofns­ins, seg­ir í til­kynn­ingu.

„Hót­an­ir um refsiaðgerðir hafa þver­öfug áhrif og geta tafið eða jafn­vel komið i veg fyr­ir sann­gjarna lausn máls­ins. Þess vegna gagn­rýni ég harðlega, af Íslands hálfu, þau skref sem Evr­ópuþingið og ráðherr­aráðið hafa tekið,“ sagði Árni Þór Sig­urðsson.

Í máli Evr­ópuráðherra Kýp­ur, sem fer nú með for­mennsku í ESB, kom fram að af hálfu ESB væri mik­ill skiln­ing­ur á mik­il­vægi fisk­veiða á Íslandi. Skýr­ar regl­ur giltu vissu­lega um hvernig mál­um vind­ur fram.

Jafn­framt sagði hann það ekki í anda Evr­ópu­sam­bands­ins að beita hót­un­um við lausn ágrein­ings­mála. Bú­ast mætti við að samn­ingskafl­inn um sjáv­ar­út­vegs­mál yrði opnaður í for­mennskutíð Íra, þegar rétt­ar kring­um­stæður væru fyr­ir hendi. Tók ráðherr­ann fram að hann teldi það lyk­il­inn að stuðningi ís­lensku þjóðar­inn­ar við aðild­ar­um­sókn­ina að opna sjáv­ar­út­vegskafl­ann sem fyrst.

Auk Árna Þórs Sig­urðsson­ar sit­ur Ólöf Nor­dal, vara­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, fund þing­mann­anna, seg­ir enn­frem­ur í til­kynn­ingu.

mbl.is