„Þeir eru nú samt að gera það“

Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs og formaður …
Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs og formaður utanríkismálanefndar Alþingis. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

„Ég hef fengið bara nokkuð góð viðbrögð. Það eru marg­ir sem hafa talað við mig eft­ir fund­inn í morg­un og frek­ar haft samúð með okk­ar af­stöðu. Þannig að ég var frek­ar ánægður með það. Að vísu sagði Evr­ópuráðherra Kýp­ur að það væri ekki mjög í anda Evr­ópu­sam­bands­ins að beita refsiaðgerðum eða hóta aðgerðum en þeir eru nú samt að gera það.“

Þetta seg­ir Árni Þór Sig­urðsson, þingmaður Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs og formaður ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar Alþing­is, í sam­tali við mbl.is en hann gagn­rýndi harðlega á fundi Evr­ópu­nefnda þjóðþinga Evr­ópu­sam­bands­ins og um­sókn­ar­ríkja á Kýp­ur í dag hót­an­ir sam­bands­ins um refsiaðgerðir gagn­vart Íslandi vegna mak­ríl­deil­unn­ar. Árni sit­ur fund­inn ásamt Ólöfu Nor­dal, þing­manni og vara­for­manni Sjálf­stæðis­flokks­ins.

„Það á auðvitað eft­ir að koma í ljós hvort og þá hvernig þeir kunni að beita þess­um aðgerðum en mér finnst bara mik­il­vægt að koma þess­um sjón­ar­miðum á fram­færi þar með maður get­ur,“ seg­ir Árni. Spurður hvort hann hafi orðið var við skiln­ing á af­stöðu Íslend­inga seg­ist hann ekki hafa orðið mikið var við það þó menn skilji að málið sé mik­il­vægt fyr­ir Íslend­inga.

„En til dæm­is þá vakti formaður ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar kýp­verska þings­ins máls á því á fund­in­um að í Brus­sel yrðu menn að átta sig á því að fyr­ir litl­ar þjóðir þá gætu ein­stök mál eins og til dæm­is sjáv­ar­út­veg­ur verið svo þýðing­ar­mik­il þó það sama eigi ekki við um stóru rík­in og fyr­ir Brus­sel-veldið,“ seg­ir hann.

Heilt á litið seg­ir Árni það til­finn­ingu sína að evr­ópsku þing­menn­irn­ir hafi verið ánægðir með að sjón­ar­miðum Íslend­inga í mak­ríl­deil­unni væri komið á fram­færi á fund­in­um.

mbl.is