Telja æskilegt að gera hlé á ESB-viðræðum

AFP

„Þetta er enn ein vís­bend­ing­in um að skyn­sam­legt sé að breyta for­gangs­röðun stjórn­valda. Aðild yrði ekki samþykkt núna og verður ekki á næst­unni. Það er einnig ljóst að Evr­ópu­sam­bandið er að taka mikl­um breyt­ing­um, þannig að það er að mínu mati æski­legt að gera hlé á viðræðunum og huga að upp­bygg­ingu hér heima fyr­ir.“

Þetta seg­ir Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, um niður­stöðu nýrr­ar skoðana­könn­un­ar Capacent fyr­ir sam­tök­in Heims­sýn, hreyf­ingu sjálf­stæðissinna í Evr­ópu­mál­um. Miðað við þá sem af­stöðu taka í könn­un­inni eru 68% á móti aðild en 32% fylgj­andi. Í sam­bæri­legri könn­un fyr­ir Heims­sýn í júní 2011 voru 57,3% and­víg aðild og 42,7% fylgj­andi.

Í um­fjöll­un um þetta mál í Morg­un­blaðinu í dag tek­ur Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, und­ir með Sig­mundi og tel­ur könn­un­ina sýna fram á að það beri að gera hlé á viðræðunum.

Össur Skarp­héðins­son ut­an­rík­is­ráðherra og Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, formaður VG, svöruðu ekki skila­boðum þegar leitað var viðbragða við könn­un­inni í gær.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina