Tónlistarkonan Lay Low er að gefa út tveggja laga vínyl plötu í takmörkuðu og númeruðu upplagi. Lögin tvö eru The Backbone og Rearrangement. Það fyrra er nýtt frumsamið lag en það síðar nefnda er ensk útgáfa af laginu Gleym mér ei sem kom út á breiðskífu Lay Low, Brostinn strengur, sem hún sendi frá sér árið 2011.
Myndbandið gerði kvikmyndagerðarkonan Halla Kristín Einarsdóttir. „Við vorum báðar á tónlistarhátíðinni á Rauðasandi í sumar og Halla stakk upp á þessu. Hún sá þetta fyrir sér enda með gott auga. Við unnum bara með það sem var í umhverfinu, sandinn og sjóræningjahúsið sem myndaði andstæður og stemmingu og hentaði laginu,” segir Lay Low um tilurð myndbandsins í fréttatilkynningu.
Lay Low segir að kveikjan af laginu hafa verið límmiði sem var búinn að hanga lengi upp á vegg á vinnustofunni hjá henni. Á honum stóð „have a nice forever” undir mynd af brosandi tungli.
„Þessi setning var búin að brosa við mér svo lengi og átti skilið að komast í lag hjá mér. Þetta var bara hugdetta sem gerðist um leið og ég var að glamra fram nýja laglínu á gítarinn minn,” segir Lay Low í fréttatilkynningu,
Lay Low kemur fram á Iceland Airwaves þar sem hún spilar í Fríkirkjunni föstudaginn 2. nóvember.