Á annan milljarð í ESB

Höfustöðvar ESB í Brussel.
Höfustöðvar ESB í Brussel. mbl.is/afp

Ætla má að í lok næsta árs verði kostnaður ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins vegna um­sókn­ar um aðild að ESB orðinn vel á ann­an millj­arð króna.

Tal­an er feng­in með því að leggja sam­an bein fram­lög til ráðuneyt­is­ins vegna um­sókn­ar­inn­ar og auk­in út­gjöld vegna þýðinga sem nema alls 1,34 millj­örðum frá 2009. Fékkst ekki upp­gefið hvort hluti kostnaðar vegna þýðinga væri niður­greidd­ur af ESB.

Í frétta­skýr­ingu um þetta mál í Morg­un­blaðinu í dag tel­ur Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, skorta á gagn­sæi um kostnaðinn. „Ég fór t.d. í ferð árið 2009 á veg­um Alþing­is með for­seta Alþing­is og hitti þáver­andi stækk­un­ar­stjóra og fleiri. Var þessi ferð bókuð á um­sókn­ina? Eða er kostnaður­inn dreifður út um allt kerfið þannig að við fáum aldrei heild­stætt yf­ir­lit yfir hann? Er ráðning starfs­manns hjá rík­is­skatt­stjóra til að aðlaga skatt­kerfið að kröf­um ESB bók­færð und­ir ESB-lið í rík­is­bók­hald­inu? Ég leyfi mér að ef­ast um það. Það þarf að fá það á hreint hvernig þetta er tekið sam­an,“ seg­ir Ragn­heiður Elín.

Sveinn Ara­son rík­is­end­ur­skoðandi seg­ir Rík­is­end­ur­skoðun ekki hafa tekið sam­an upp­lýs­ing­ar um kostnað vegna um­sókn­ar Íslands um aðild að ESB. „Stofn­un­in ráðger­ir ekki að gera út­tekt á mál­inu, hvað svo sem síðar verður,“ sagði hann.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina