Smábátaeigendur hafna ESB-aðild

Smábátaeigendur samþykktu var að berjast gegn ofurskatti í formi veiðigjalda.
Smábátaeigendur samþykktu var að berjast gegn ofurskatti í formi veiðigjalda. mbl.is/Eggert

Á aðal­fundi Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda í gær, var samþykkt álykt­un þar sem inn­göngu Íslands í Evr­ópu­sam­bandið er al­farið hafnað og aðild­ar­um­sókn­inni mót­mælt.

Þá var samþykkt harðyrt álykt­un um veiðigjöld en þar seg­ir m.a. „Aðal­fund­ur Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda bein­ir því til aðal­fund­ar LS að fé­lagið berj­ist af mik­illi hörku gegn þeirri of­ur­skatt­lagn­ingu í formi veiðigjalda sem stjórn­völd hafa nú lagt á sjáv­ar­út­veg­inn og mun smám sam­an draga all­an mátt úr grein­inni og verða til þess að ís­lensk­ur sjáv­ar­út­veg­ur mun drag­ast aft­ur úr keppi­naut­um sín­um er­lend­is.“

Þá lýsti aðal­fund­ur­inn yfir stuðningi við hug­mynd­ir Arth­urs Boga­son­ar, for­manns LS, um rann­sókn á auðlinda­gjald­inu, og að fengið verði lög­fræðilegt álit á því hvort sér­stakt veiðigjald stand­ist lög og stjórn­ar­skrá.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina