Engar skemmdir á göngunum

Siglufjörður.
Siglufjörður. mats.is

„Við sáum engin merki um neinar skemmdir á göngunum,“ segir Sigurður Jónsson, verkstjóri hjá Vegagerðinni á Norðurlandi, í samtali við mbl.is en starfsmenn Vegagerðarinnar fóru fyrr í dag í hefðbundið viðhaldseftirlit þar sem meðal annars var kannað ástand jarðganganna á Tröllaskaga.

Eins og greint hefur verið frá gekk jarðskjálftahrina yfir Norðurland um helgina sem enn eimir eftir af og fundust skjálftarnir einna helst á Siglufirði og í næsta nágrenni en þar eru þrjú jarðgöng, Héðinsfjarðargöng, Strákagöng og Múlagöng.

Fyrirfram töldu starfsmenn Vegagerðarinnar afar ólíklegt að skemmdir hefðu orðið á göngunum eins og mbl.is fjallaði um í morgun en nú hafa starfsmenn hennar hins vegar kannað málið og eru engar vísbendingar sem fyrr segir um að þau hafi orðið fyrir skemmdum.

mbl.is